Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Side 27
ÚTI Á HAFI
169
mér uppi. Langa hríð barst ég áfram á
bjálkanum, en sá ekkert til skipsins.
Kraftar mínir tóku að þverra, en þá varð
ég var við gufuskip, sem nálgaðist mig.
Ég herti mig upp og kallaði á hjálp svo
hátt sem ég gat. Skipið var stöðvað, ég
sá að bátur var settur út, ég sá ljósi
bregða fyrir, en þá missti ég af nýju
meðvitundina. Þegar ég kom aftur til
sjálfs mín, lá ég á þilfarinu á gufuskip-
inu og skipstjóri og nokkrir hásetar
stóðu í kringum mig. Hættan var afstað-
in, en morðtilraun skipstjóra Kast, sem
ég hafði aldrei gert neitt á móti, fékk
mjög á mig. Skipið var á leið til Boston,
og ég varð að fara með því, af því þess
var ekki kostur að komast á annað. skip,
enda gilti mig það einu. Skipstjóri, sem
ég sagði upp alla sögu, var vingjarnleg-
ur við mig, og á skipinu átti ég góða
daga, þó ég gæti ekki borgað fyrir mig,
þar sem ég var alveg peningalaus. Þegar
við komum til Boston, fékk skipstjóri
mér peninga til þess að kaupa mér far
með næsta skipi sem heim fór, og ég von-
ast eftir, að geta launað honum það«.
Tom hafði meðan á sögunni stóð tæmt
annað glasið til, því að hann varð að
drekka til þess að geta þagað. Alla
gremjuna lét hann bitna á glasinu, sem
hann hélt fast utan um, eins og hann
væri að halda Kast, til þess að hann
slyppi ekki undan hegningunni. »Á
hverju ætlar þú nú að byrja?« spurði
hann og horfði óþolinmóður á Vilhelm.
Vilhelm horfði þegjandi niður fyrir sig.
Síðan sagði hann: »Tom, á skipinu hafði
eS nægan tíma til íhugunar, og ég notaði
hann líka. Ég íhugaði það með sjálfum
niér, hversvegna Kast hefði leitað eftir
hfi mínu, og mér er orðið það augljóst,
að hann gerði það alltaf frá því fyrsta;
.Vður grunaði það, og þér aðvöruðuð mig,
en ég trúði yður ekki«. »Ég vissi það, og
ég skyldi hafa unnið eið að því«, sagði
Tom.
»Ég hafði aldrei gert honum neitt á
móti«, hélt Vilhelm áfram, »og hann
hafði enga ástæðu til að hata mig, og
sækjast eftir lífi mínu. Þessvegna varð
mér að leita að upptökunum hjá öðnim,
en þeim grun, sem þá kom upp hjá mér,
reyndi ég að hrinda úr huga mínum, en
ég hefi ekki getað losað mig við hann,
og hið fyrsta sem ég þarf að gera, er
að komast fyrir, hvort hann er á rökum
byggður«. »Talaðu, Vilhelm, talaðu!«
sagði Tom. »Fyrst verð ég að fá vissu í
þessu efni«. »Vilhelm, þú meinar frænda
þinn«. Vilhelm starði undrandi á karl.
»Þér grunið hann líka?« spurði hann.
»Já, það geri ég reyndar«, sagði hann.
»Frá því fyrsta var ég þess fullviss, að
hann væri upphafsmaðurinn, en skip-
stjóri aðeins verkfæri í hendi hans til að
framkvæma þetta níðingsverk, en ávinn-
ingurinn var væntanlega mikill, því sagt
er að móðir þín hafi látið þér eftir mik-
inn arf, sem náttúrlega féll til móður-
bróður þíns eftir dauða þinn og hann er
ekki sá m'aður, að hann færi að gefa
skipstjóra alltof mikið af arfinum«.
»Tom, ég get enn ekki trúað því, jafn-
vel þótt ég geti ekki fundið aðra ráðn-
ingu þessarar gátu«, svaraði Vilhelm,
sem ekki gat trúað föður önnu til slíks
ódæðis. »Móðurbróðir minn hefir reynd-
ar aldrei elskað mig, þess hefi ég orðið
var, og «
Hann lauk ekki við setninguna. »Og
djöfull ágirndarinnar hefir krækt í hann
klóm sínum, og sömuleiðis skipstjóra«,
tók Tom fram i. Ég held þú komist fljótt
að raun um, hvernig í þessu liggur. Skip-
stjóri hefir fyrirgert lífi sínu, og þegar
hann sér, að svo langt er komið, mun
hann ekki loka munninum fast, heldur
játa allt hreinskilnislega, því honum
22