Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 37

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 37
NYTJAJURTIR 179 gulrótasafa við beinkröm. Sumstaðar hafa þurrkaðar og brenndar gulrætur verið notaðar sem kaffibætir. Til fóðurs eru gulrætur víða ræktaðar. Sagf er að Grjkkir og Rómverjar hafi ræktað gul- rætur fyrir meira en 2000 árum síðan. Á Norðurlöndum eru þær fyrst ræktaðar um miðja 17. öld. Fluttu hollenzkir garð- yrkjumenn þær þá tíl Danmerkur. Hér á landi hafa gulrætur verið lítilsháttar ræktaðar nú á síðari árum. Þær þrífast hér allvel einkum sunnanlands og gefa góðan ávöxt ef rétt er með þær farið. Auk þeirra rótarávaxta, er nú hafa nefndir verið, er fjöldi annara, sem minna gildi hafa fyrir oss íslendinga eða nágrannaþjóðir vorar og verður því ekki getið. Hér skal hinsvegar geta nokkurra merkra hitabeltisjurta, sem þar eru álíka mikilvægar eins og kártaflan í hinum kaldari löndum. Tvær slíkar jurtir eru ættaðar frá Aniéríku, batatplantan, eða sæta kartaflan, sem hún einnig er nefnd og tapiokan. Er þeim báðum sameigin- legt að safna forða í rætur sínar, enda þótt þær séu annars óskyldar tegundir. Batathnýðin verða oft um 5 kg. á þyngd, en standa kartöflum að baki bæði að næringargildi og bragðgæðum. Tapiuká- hnýðin eru bæði etin sem kartöflur og úr þeim unnið mjölvi, sem síðan er not- að í grauta og jafninga. Af þvi eru svo- nefnd tapiökagrjón kunnug víða um Ev- i'ópu. Báðar þes.-ar tegundir eru nú ræktaðar víða ■ hitabeltinu utan Ame- riku. Uni austanverða Asíu og víðar í hita- beltinu er yamsplantan ræktuð. Hnýði hennar, yamsræturnar, minna nokkuð á kartöflur og er neytt á sama hátt. 2. Laukjurfir. Laukjurtirnar eru af liljuættinni, sem eru einkímblaðaplöntur. Engar þeirra vaxa villtar hér á landi. Heimkynni lauk- jurtanna eru þurr og fremur ófrjó steppulönd. Eru þeir því útbreiddir um vestanverða Asíu og i suðausturhluta Evrópu. Laukurinn, hinn æti hluti flestra laukjurta, er einkennilegur jarðstöngull. Sjálfur stöngullinn, laukkakan, er að jafnaði flatvaxinn og lítt áberandi. En blöðin eru hinsvegar þeim mun stærri og þroskaðri. Yzt í lauknum eru nokkur þunn og skæniskennd blöð, gersnauð að næringarforða. Þau eru til hlífðar hinum innri blöðum lauksiris, sem eru þykk, safamikil og rík að næringarforða. Forðanæring laukanna er einkum sykur. Sérkennilegt fyrir laukana er þó, hve mikið þeir geyma af rokgjörnum, lyktar- sterkum efnum. Allir, sem meðhöndlað hafa lauk þekkja hve óþægileg áhrif lauklyktin hefur á augun. Ertingu þeirri valda brennisteinssambönd, sem eru í laukolíunni. Sakir bragðsins eru laukar víða notaðir aðeins sem krydd. Þannig er notkun þeirra t. d. á Norðurlöndum. En í Miðjarðarhafslöndunum og heimalönd- um laukanna, neyta menn þeirra sem matar. Þau afbrigði, sem þar vaxa eru bragðminni og sykurauðgari en hin, sem norðar vaxa og vér þekkjum bezt. Helztu laukjurtirnar eru: Rauðlaukur, geirlaukur og skalotslaukur. Rauðlauhur (Allium cepa) vex villtur í Persíu, Afghanistan og víðar í vestur Asíu. Hann er talinn meðal elztu yrki- plantna jarðarinnar. Fyrst mun hann vera ræktaður í Kína og Jaþan, en barst síðan vestur á bóginn, til Miðjarðarhafs- landanna. Hann var til forna ein aðal- matjurt Egipta. Þannig er hann talinn meðal þeirra fæðutegunda, sem ísraels- 23* •

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.