Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 46

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1934, Qupperneq 46
188 NÝJAR KVÖLDVÖKUR Gríma, 10. hefti er nýkomin út, skemmtileg og fjölbreytt að vanda. Með þessu hefti lýkur öðru bindi og fylgja því, eins og fyrra bindinu, hinar vönduð- ustu efnis- og nafnaskrár, sem Þorsteinn M. Jónsson hefir samið. Slíkar skrár væri mjög æskilegt að eiga yfir öll þjóð- sagnasöfn og verða þau þá fyrst að- gengileg fyrir fræðimenn til að draga úr þeim margvíslegan fróðleik um siðu, háttu og hugmyndir, svo og dulræna reynslu þjóðar vorrar á umliðnum öld- um. Með þessu hefti Grímu er lokið við að gefa.út hið merkasta úr þjóðsagna- handritum þeim, sem Oddur Björnsson hefur safnað. Er áætlun útgefandans, að halda útgáfunni afram og gefa fram- vegis út m. k. eitt hefti á ári og helga útgáfuna hér eftir meira sannsögulegu.m viðburðum, sögum um merkilega og ein- kennilega menn, sögura um baráttu manna í illveðrum á sjó og landi og sög- ur um siði og venjur, sem nú eru að ’íða uiidir lok. Gríma mun halda áfram að vcra vinsæl og kærkomin öllum lesend- um sínum. Aðal bókmenntalegur viðburður ársins er hin ljómandi falega útgáfa Snæbjarn- ar Jónssonar á Ljóðmælum Grims Thom- scns. í Grími á íslenzk þjóð mjög frum- legan og sérkennilegan listamann, sem tæplega hefir enn verið metinn að verðleikum, nema af fáum. Stafar það af því, að kvæði hans erU dálítið tyrfin og ómjúk aðgöngu við fyrstu sýn. En þau eru þeim mun staðbetri og merki- legri þegar farið er að Kryfja þau til mergjar. Hjá Grími fer saman ríkt í- myndunarafl, miklar gáfur og tilfinning- ar og svo kjarnmikil og sérkennileg framsetning, að orð hans og setningar festast ósjálfrátt í minninu og verða eins og hluti af manni sjálfum. Þetta er í fyrsta skipti, sem öll ljóðmæli skáldsins eru gefin út í einu. Þau eru í tveim bindum, alls 600 bls. að stærð og er frá- gangur útgáfunnar allur hinn prýðileg- asti og miklu skáldi samboðinn. Bækur Menningars/'óðs. Úrvalsgreinar. Guðmundur Finnbogason íslenzkaði. — Rvík 1932. Þetta er afbragðsbók, þrungin að spekt og mannviti, enda eru þetta úrvalsgrein- ar, aðallega eftir enska höfunda. Efnið er mjög fjölbreytt og er vikið að flest- um greinum bókmennta og lista, enn- fremur snilldarlegar náttúrulýsingar, eins og t. d. í greininni um Niagara foss- ana. Það er ekki lítið þrekvirki að koma þessum greinum á eins skínandi fallegt ísienzkt mál eins og dr. Guðmundur Finnbogason hefir gert, enda skrifa fá- ir hreinna og kostabetra mál en hann og þó jafnframt liðugra og eðlilegra. En meira er þó um það vert, að með því að þýða þessar greinar hefir hann gefið íslendingum sýnishorn af djúpum hugs- unum gáfaðra mánna, sem ávalt er stór- gróði að kynnast. Sumum kunna að virð- ast greinar þessar eigi auðveldur lest- ur í fyrstu. En því betur sem þær eru lesnar, því ágætari og hugðnæmari verða þær, eins og allt sem með ágætum er hugsað og skrifað. Greinarnar t. d. um gildi Grikkands fyrir framtíð heimsins og um Jobsbók eru út af fyrir sig stór- menntandi, auk hinnar snilldarl'egu framsetningar og miklu lífsspeki sem þær hafa að geyma. Mér er grunsamt um að þessi bók hafi verið minna lesin en hún er verð. Hugsandi menn, sem lesa fleira en reyfara, geta ekki kosið sér hugþekkari bók en þessa til að gleðja sál sína við. Benjamin Kristjánsson. -----* -4'

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.