Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Blaðsíða 2
TVÆR SÍGILDAR BÆKUR
Kvæði og Sögur eftir Jóhann Gunnar Sigurðsson.
Ný útgáfa af hinni hugþekku bók Jóhanns Gunnars er komin á markað-
inn. Höfundurinn var mikið skáld og voru miklar vonir við hann tengdar,
en hann lézt á unga aldri. Þessi eina'bók lians er ótvírætt snilldarverk.
Fegurri, látlausari og innilegri skáldskapur er varla til á íslenzku en Kvœði
°g sögur Jóhanns Gunnars. Eignizt. pessa einu bók snillingsins, sem lézt
dður en titt. er, að menn liafi byrjað œvistarf sitt, en lét þó pjóð sinni i té
pann arf, er halda mun nafni. hans á loft. um langa, ókomna framtið.
Sannýall eftir dr. Helga Pjeturss.
Þetta er V. bindi Nýals, hins gagnmerka ritverks dr. Helga. Höfundurinn
er fjölhæfur gáfumaður og löngu viðurkenndur sem einn allra frumleg-
asti vísindamaður, er íslenzka þjóðin hefir alið. Hann er líka einn með
allra snjöllustu rithöfundum, sem nú eru uppi á íslandi. Þetta tvennt
hefur skapað þær miklu vinsældir, sem ritverk dr. Helga eiga að fagna. —
Kynnið yður pann merkilega boðskap, sem dr. Helgi hefir að flytja.
Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guðjónssonar.
VASAtlTGÁFAN
gefur út úrvals skemmtibækur í þægilegu broti og eins ódýrar og unnt er
á þessum dýru tímum. Bækurnar eru tölusettar frá nr. 1 og áfram og
myndast því með tímanum lieilt safn skemmtibóka, sem allar eru með
sama sniði. — Þessar bækur eru komnar út:
Nr. 1. f VíLLIDÝRABÚRINU, drengjasaga.
Nr. 2. í HERBÚÐUM NAPÓLEONS, eftir hinn fræga enska rithöfund, Sir
Arthur Gonan Doyle.
Nr. 3. SJÓRÆNINGJAR, afar spennandi og viðburðaríkar sögur af frægustu
sjóræningjum heimsins.
Allar þessar bækur eru tilvalið lestrarefni til skemmtunar í skammdeginu.
Kaupið bœkur Vasautgáfunnar frá upphafi!
Bóksalar! Látið yður ekki vanta Vasaútgáfubcekurnar!
VASAÚTGÁFAN
Hafnarstræti 19. Reykjavík. Sími 4179.