Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 11
N. Kv. VITASTÍGURINN 103 hafa erft frá afa sínum, sútaranum; en til allrar hamingju rýkur fljótt úr þeim aftur.“ „Hö, hö, við verðum alltaf jafngóðir vin- ir aftur eftir á, Abla.“ „Já, auðvitað, — þið eruð nú samt ágætis strákar," sagði hún og tók eplakörfuna með sér upp að húsinu. Hinir tveir fóru á eftir henni. Abla var ofurlítið lotin í herðum, og andlitið var hrukkótt á alla vegu; en augu hennar voru furðulega björt og skær og hvöss. Hún hafði séð sitt af hverju, sem fram hafði farið á Bjarkasetri öll árin, sem hún hafði dvalið þar; en hún var þögul um allt það, sem Bramer-ættina snerti. Hún taldi sig nærri því til fjölskyldunnar. „Jæja, hvernig fór þetta á Bjarkasetri?" spurði Gottlieb, þegar þeir voru komnir inn í stofuna. „Sfinx!“ svaraði Adam. „Ég held nú samt, að þú myndir ráða þá gátu sæmilega fljótt, ef þið hittust dálitið oftar, hö, hö.“ Adam -sagði nú frá heimsókn sinni, og einnig frá slysi drengsins litla. „Jú, jú, þetta stendur allt heima, Adam. Hjarta hennar er eins og demantinn hans Búvíks glerskurðarmanns: hann er svo harður, að rúðuglerið brestur, ef það sér aðeins til hans álengdar. Hö-hö-hö!“ „O, hún hefir sennilega sína sárnæmu bletti eins og við hin,“ sagði Adam. „Já, þegar hún fær giktarköst, þá er hún sennilega sárnæm á rifjunum, en nokkurn annan sársauka held ég ekki að hún þekki, hö-hö!“ ,,Já, það eru margar skringilegar útgáfur meðal mannanna barna, Gottlieb, en við verðum að afsaka þá, sem þannig eru gerðir.“ „Nei, fjandakornið sem ég afsaka þá, sem gráta yfir dauðum kanarífugli, en bregður ekki vitund, þótt þeir sjái nágranna sinn hálsbrjóta sig —!“ „Það er undarlegt, að þú sem venjulega ert rólyndið sjálft og stillingin, ýfir þig óð- ara og kreppir hnefana, þegar frú Bramer er nefnd. Þú verður að muna, að hún lifir vissulega ekki fullu lífi, vesalingurinn." „Nei, það gerir hún sannarlega ekki. í heimanmund fékk hún talsverðan slatta af háæruverðu'gum kristindómi, og eimar sennilega eitthvað eftir af honum ennþá, svo að hún hefir sín aðköst og freistingar við að stríða. Hún er nógu gáfuð til þess að gera sér ijóst, að það verður ekki auðvelt að ,,fúska“, þegar Sankti Pétur gamli fer að yf- irheyra liana einhvern tíma seinna, hö-hö- hö!“ „Nú finnst mér þú vera of strangur, Gottlieb .Sérhver manneskja hefir þó að minnsta kosti einhverja þá eiginleika, sem valda því, að við fyrirgefum þeim.“ „Hm — fyrirgefum — jæja, en að gleyma, nei, það get ég ekki.“ „Maður verður að kenna í brjósti um þess háttar fólk, því að Jrað er óhamingju- samt og friðarvana." „Já, einmitt, friðarvana — já — hún er svo friðarvana, sem nokkur getur verið það!“ „Kannske hún vildi skipta við okkur úti í Straumey?“ sagði Adam brosandi. „Bíddu bara, Adam, bíddu bara, unz þar að kemur, þá getur vel skeð einhvern dag- inn, eða þá eitthvert kvöldið i rökkrinu, að Jrú sjáir hana koma másandi upp Vitastíg- inn.------Síðan mun hún nema staðar við eldhúsdyrnar. Svo ber hún gætilega að dyr- um og spyr, hvort hún megi koma upp í turninn til ykkar.“ „Við höfum ennþá ekki neitað neinum aðgöngu, Jrótt oft hafi verið helzt til þröngt,“ sagði Adam hæglátlega. — Rétt á eftir kom Kröger læknir inn í stofuna og truflaði samræður þeirra. Hann var vinur Gottliebs og skólabróðir úr menntaskólanum. Hann sveiflaði aðeins hendi í kveðjuskyni, stuttur í spuna, eins og hans var vandi, en þeir voru svo vanir sérkenjum hans, að þeir gáfu þeim engan

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.