Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 12

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 12
104 VITASTÍGURINN N. Kv. gaum. Hann fleygði barðastóra hattinum sínum á borðið og settist niður hjá þeirn. Kröger læknir var hár rnaður vexti og bein- vaxinn. Hann var alrakaður og skarpleitur, og virtist andlitið kuldalegt, en þó aðlað- andi. Gáfuleg augu Iians leiftruðu undir gleVaugunum. ,,Þið eruð að vanda, herrar mínir, önnum kafnir til almenningsheilla og fullir áhuga,“ sagði hann meinyrtur. „Við vinnum að minnsta kosti engum mein ,En það verður tæplega um alla sagt, hö-hö-hö!“ „Agætt, Bramer! Þessi pilla var mér ætl- uð,“ sagði læknirinn. Brosi brá fyrir á þunnum vörum hans, og hann leit á Gott- lieb yfir gleraugun. „Einmitt það, sem ég átti við, hö-hö-hö. Jæja, hvaða tjóni hefirðu annars valdið í dag, læknir?“ o7 „Ég varð fyrir þeirri slysni að vera óþægi- legur við hennar náð, háttvirta mágkonu þína á Bjarkasetri." „Ég Jíakka þér hjartanlega fyrir Jrað, læknir." Læknirinn sneri sér alveg við í stófnum. „Ég hefi alls ekki sótzt eftir neinum þökkurn né viðurkenningu hjá þér! Þegar ég var óþægilegur við hana, var Jrað blátt áfram sökum þess, að mér virðist mennirn- ir yfirleitt vera hreinasta illJoýði og þorp- arar!“ „Nei, læknir, nú takið þér of djúpt í ár- inni,“ greip Adam fram í. Kröger leit á hann með sínu sérkennilega kaldhæðnis-brosi. Það var eins og hánn skemmti sér ágætlega við að geta gert hon- um ofurlítið gramt í geði. „Það er nú vandalaust að segja fyrir yður, sem sitjið þarna uppi í turninum í mesta yfirlæti og látið yðar Ijós skína út um víða veröld, — það er að segja — ekki fyrir eigin reikning, heldur reikning þjóðfélagsins." „Hö-hö-hö —rumdi í Gottlieeb; hann skemmti sér alltaf dýrðlega við meinyrði læknisins. Hann Jrekkti vel þessa íþrótt hans frá skólaárum þeirra. „Út af hverju varð eiginlega árekstur á milli ykkar frú Bramer?“ spurði Adam. „Ég rekst aldrei á fólk, ég segi því bara sannleikann." „Það kemur nú sennilega í sama stað niður,“ sagði Adam og brosti. „Alls ekki. I árekstri eru tveir aðilar, sem rekast á. Ég legg aldrei út í bardaga. Ég segi aðeins skoðun mína og fer svo mína leið. Punktum." „Ég er ekki fyllilega sammála — hö-hö!“ sagði Gottlieh. „Nei, Jsað er mjög sennilegt,“ sagði Kröger læknir, ,,[ni villt auðvitað heldur beita risakröftum þínum. Mér geðjast bet- ur að andlegum vopnum. Maður verður að beita Jreiin vopnum, sem forsjónin hefir fengið manni í hendur.“ „Ég legg að minnsta kosti vopnin niður fyrir þér, læknir. Ég hefi aldrei verið þinn jafnöki í ósvífni, eins og þú veizt, hö-hö- hö! En gerðu nú sarnt svo vel að segja mér, hvað þú sagðir við mágkonu mína.“ Læknirinn hélt áfram: „Lítill drengur þarna ytra hafði lent í þreskivél með annan handlegginn, og það varð auðvitað að flytja hann á sjúkrahúsið. — En meðal annars, voruð Jiað þér, vitavörðum, sem höfðuð btt- ið um meiðslin til bráðabirgða?“ „Já, ég hefi verið á hjúkrunarnámsskeiði á liðsforingjaskólanum,“ sagði Adam hæ- versklega. „Það var óvenju vel gert og vandlega," sagði læknirinn og kinkaði kolli. Það var Jrá gott, að |)ér skylduð hafa ofurlítið gagn af hernaðarfræðslu yðar. — Jæja, það var drengurinn, sem senda átti á sjúkrahúsið. Ég lagði fyrir að leggja hann inn á betri deildina. Konan þarna ytra andmælti því og sagði, að hann ætti að vera á allra ódýr- ustu deilidnni. Ég svaraði henni, að ef hún yrði veik og ætti að flytjast á sjúkrahúsið, Jrá skyldi mér vera það sönn ánægja að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.