Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 18

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 18
106 VITASTÍGURINN N. Kv. svo að mér vætlaði um tennur. Við Bramer- ættmenn höfum alltaf verið matmenn og gefnir fyrir góðan mat, og það er nú heldur enginn galli á manni, ef hann aðeins hefir efni á að veita sér það! Og ég segi þér satt, að ég varð að beita öllum brögðum til að losna við litla grísinn með sítrónu í munn- inum! Ég var í áþekkum kröggum og gam- all drykkjumaður, senr orðinn er bindind- ispostuli og talar gegn sannfæringu sinni, hö-hö-hö! — Að lokum varð ég að hvísla að henni, að ég hefði magasár og yrði að hafa visst matarhæfi. Þá lét hún loks undan. En síðan eru öfgarnar á hinn bóginn: Nú fæ ég því nær ekkert annað en mjólkurgraut, og umhyggja hennar er alveg takmarkalaus. Þetta er afar ódýrt, og fjárhagsáætlunin mun eflaust verða í prýðilegasta jafnvægi. En skemmtilegt er það ekki.“ „Já, þú átt ekki sjö dagana sæla,“ sagði Adam og hló, „en þú verður að hugga þig við það, að þú hefir áður fengið meira en þinn hluta af gleði lífsins. — En nú verð ég víst að hypja mig heim aftur, því að annars heldur eflaust Fía og krakkarnir, að ég sé strokinn." Þegar Adam kom niður í trjágöngin og ætlaði út um hliðið, mætti hann einkenni- legu fyrirbrigði. Það var grannur náungi í blárri regnkápu, slitinni og upplitaðri. Hann vár á að gizka á þrítugsaldri, fölur í andliti og skegglaus. Hann var svarthærður, og féll hárið niður á kápukragann. Augun voru stór og brún á lit. Elann nam staðar framrni fyrir Adam, lyfti barðastórum hatti sínum og sveiflaði honum hátt á lofti. „Afsakið, herra göngumaður, nemið stað- ar sem allra snöggvast. Þér virðist vera hér innborinn, lithreinn, innborinn maður!“ Adam hristi höfuðið og brosti. „Jæja þá, eftirlíking! Kæri vinur, allir sem mæta mér með brosi, eru vinir mínir, og þér senduð mér bezta bros yðar, ergo er- uð þér vinur minn! Það er erfitt að gera góða eftirlíking. En mér virðist, að yður hafi tekizt það. Ég reyndi það einu sinni, í fyrsta og síðasta sinn. Ég „kópíeraði" Goya, já, þér hafið eflaust heyrt getið hins fræga Goya y Lucientes?“ „Nei, því miður,“ sagði Adam. „En góði maður, livað gerið þér þá ann- ars á ferðareisu yðar hér neðra?“ „Ég er vitavörður,“ sagði Adam hógværlega. „Ljósberi! Og þér þekkið ekki Goya?“ „Nei, því miður. Annars er vitinn aðeins til leiðbeiningar fyrir sjómenn," sagði Adam. „Þeir eru líka manneskjur. Sérhver sjó- maður ætti að þekkja hina miklu meistara. Þá fyrst myndi þetta fátæka en dýrðlega land vera orðið siðmannað." „Land vort er ríkt, og við gætum allir verið ríkir, ef við aðeins vildum skilja það,“ sagði vkdam. Honum fannst gaman að tala við manninn. „Göfugi Ijósberi, lofið mér að faðma yð- ur! Þarna gáfuð þér mér sannleikskorn. Við erum allir ríkir, ef við aðeins skildum það.“ Hann laut niður og tók upp strá. „Lítið þér á, kæri vinur. Á Jxessu strái skríður ein coccinella.“*) „Gullsmiður, eigið þér við?“ „Alveg rétt, vinur kær. Lítið þér á djúp- an, dökkgrænan lit strásins og rauðgullinn lit dýrsins. Nú opnar hann skelina sína og lyftir vængjum sínum til flugs!“ Hann stóð þögull stundarkorn og horfði dreymnum augum á eftir litla dýrinu, sem flaug út f himingeiminn. „Erum við ekki ríkir?“ sagði hann. „Jú, það er þó satt og víst, við erum rík- ari heldur en við rennum grun í,“ sagði Adam hlýlega. „Ég gleymdi að segja yður frá stæling- unni minni af Goya.##) Getið þér stöðvað *) Þ. e. skordýr, nokkuS áþekkt „gullsmiðnum“ okkar. Þýð. ##) Goya var frægur málari og ævintýramað- ur, spanskur, f. 1746, d. 1828. Þýð.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.