Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 19
N. Kv,
VITASTÍGURINN
107
jarðlífsrás yðar fáeinar mínútur? Ég málaði
og nrálaði, en fannst aldrei að ég nálgaðist
fyrirmynd meistarans. Mér lá oft og mörg-
um sinnum við að gefast upp; en með því
að beita öllu viljaþreki mínu — en þann
eiginleika hefii- mig skort algerlega bæði
fyrr og síðar, — þá lauk ég við stælinguna.
Ég setti hana á sýningu, og vinir mínir
sögðu, að stælingin væri betri en frummynd-
in. Það var lýgi, bölvuð lýgi gegn hinum
mikla Goya!“
„En það hlaut nú samt að vera gaman,“
sagði Adam.
,,Nei, vinur minn, það var sinán gegn
hinum gamla meistara. Ég sá alvarleg augu
hans hvíla á mér, og hann sagði: „Ungi
maður, hví hreyfir þú við hjartablöðum
mínum? livern rétt hefir þú til þess?“ Ég
tók stælinguna út úr umgerð; sinni og
brenndi henni!“
„En góði bezti, það var þó hreinasta fjar-
stæða,“ sagði Adam ósjálfrátt.
„Ég þurfti ekki að lifa á lýgi. Það kostaði
mið finnn þúsund pesetas. Ég fylgdi kjör-
orði mínu: Richesse oblige.“ Hann sveiflaði
til hendinni, eins og væri hann að fleygja
fimrn þúsund pesetas út um gluggann, og
gekk burt til að skoða eplatré, þar sém
greinarnar svignuðu undan aldinum sínum.
„Þér getið bragðað á réttunum, ef yður
Iystir,“ sagði Adam.
Maðurinn hristi grein og hélt Iiattinum
undir. Stórt, gullið epli féll niður í hattinn.
„Gullpeningur í túrban Aladíns!" kallaði
hanri fagnandi og fór að borða eplið.
„En hvern ætlið þér að hitta á þessum
slóðum? Ef til vill gæti ég lrjálpað yður,“
sagði Adam.
„Ég lifi aðeins líðandi stund; bros yðar
olli því, að ég gleymdi framtíðinni!“
í sama vetfangi kom Gottlieb hlaupandi
ofan eftir trjágöngunum. Hann hafði heyrt,
að hrist var í trjánum og hélt, að þar væru
þjófar á ferð. Er hann kom auga á ferða-
manninn. stóð hann augnablik sem steini
lostinn, svo breiddi hann út risafaðm sinn
og kallaði:
„Sören gení!“
VI.
Fía beið Adams með óþreyju. Frá því að
þau komu til Straumeyjar, hafði aldrei bor-
ið við, að hann væri heilan dag að heiman.
Hún skildi ekkert í þessu. Það gat þó ekki
verið langrar stundar verk að borga reikn-
inginn hjá ívarsen? Börnin komu ldaup-
andi í sífellu og spurðu: „Hvar er pabbi?“
Þau gátu ekki hugsað sér.annað, en að ann-
að hvort væri hann í turninum að fága ljós-
kerið, eða þá kæmi hann niður á klappirn-
ar til þeirra og skannnaði þau, þegar þau
væru að fl júgast á! Sérstaklega gat hinn litli
og vígfúsi Roosevelt ekki skilið þetta. Hann
var sem sé sá, sem oftast þurfti á hirtingu
að halda. Nú var allt svo friðsamt, að hann
samdi „vopnahlé" og varð friðarsinni. Hvað
eftir annað hafði Fía farið upp í turninn og
litast um með langa sjónaukanum. Niðri á
bryggjunni hafði hún séð vinkonu sína,
bakarafrú Sönniksen. Nú var hún eflaust
að velja stærstu kolana úr hrúgunni og
þjarka um verðið. Það var svo sem auðséð.
En Adam sá hún hvergi. Sem allra snöggv-
ast datt henni í hug, að hann hefði nú kann-
ske lent í slarki, en hún sleppti því óðara.
Það var alveg óhugsandi. Eina sennilega
skýringin var sú, að hann kynni að hafa lent
hjá stúdent Bramer, vini sínum. Og þá var
ekki um annað að ræða en að taka á þolin-
mæðinni. Hún lrafði beðið lengi með mið-
degisverðinn, en síðan borið hann út aftur
af borðinu. Klukkan var nú orðin fjögur.
Fía þjáðist bæði af kvíða og forvitni. Samt
hét hún sjálfri sér því, að þegar hann loks-
ins kæmi aftur, skyldi hún vera ísköld og
ekki spyrja hann um nokkurn skapaðan
hlut.
í vitavarðarhúsinu, sunnan undir vita-
turninum voru tvær stórar stofur, og svefn-
14*