Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 27
N. Kv.
VITASTÍGURINN
113
ungfrú Evensen. Er hún liérna? Ég hélt ég
hefði séð hana áðan.“
Hún gekk inn að rúminu.
„Komið þér hérna til mín, ungfrú. Þér
eruð ágæt. Ég hefi alltaf verið — verið-“
honum varð orðfall.
„Ánægður nreð yður,“ sagði hann luað-
mæltur.
Ungfrú Evensen hafði tekið hönd hans
og hélt í hana. Fía dró sig gætilega í hlé.
Hún hugsaði sem svo: Hana nú, nú kemur
það! ívarsen strauk hönd ungfrú Evensen
gætilega nokkrum sinnum og brosti til
hennar, og hún brosti á nróti. Svo sagði
hann allt í einu: „Æ, ég er svo þyrstur, ung-
frú Evensen.“
Fía stóð innarlega í herberginu og brosti,
þegar hún Ireyrði þetta og hugsaði með sér:
Það verður víst ekki auðvelt að svala þeim
þorsta. Ungfrú Evensen smeygði hand-
leggnunr undir höfuðið á honum, studdi
hann og rétti honum glasið. Svo strauk hún
mjúkri lrendi yfir hár hans og enni. Hann
drakk nreð góðri lyst og kinkaði kolli:
„Þakka þér fyrir.“ Allt í einu spurði hann
djúpum og styrkum rónri: „Hve nrikið kom
í kassann r gær, ungfrú Evensen?"
„Fjórtán hundruð og tuttugu krónur og
átján aurar,“ svaraði hún viðstöðulaust.
„Það var ekki mikið,“ sagði lrann; „jæja,
það verður sennilega nreira á nrorgun, því
að þá er laugardagur."
Fía stóð nú frammi við dyr og hlustaði.
Hún var mjög forvitin og hafði búist við
lausnarorðinu þá og þegar. Og hún varð
sárgröm, þegar lrún Iieyrði Ivarsen spyrja í
hversdagslegum viðskiptatón unr fjárupp-
hæðina. Henni virtist hann vera alveg
dænralaus klaufabárður, sem alls ekki ætti
skilið umlryggju konu, og enn síður blíðu-
atlot. Þau hefði ungfrú Evensen sannarlega
getað sparað sér. Fía ásetti sér nú að fara og
náði í lratt sinn og kápu. í dyrunum kink-
aði lrún kolli og sagði stuttaralega: „Góðan
bata, ívarsen!"
Hún gekk hratt upp Vitastíginn. Það var
gremjulegt, að hún skyldi ekki hafa getað
skákað ungfrú Evensen í trygga höfn hjóna-
bandsins. Hún hafði búist við, að ívarsen
hefð’i verið þjálli og auðveldari viðfangs
núna, þegar hann var veikur og ósjálf-
bjarga og þurfti bæði á hjúkrun og blíð-
lyndi að halda. Karlmenn voru vanir að
vera auðsveipir, er svo bar undir. En ívar-
sem var blátt áfram ágirndarpúki og ekk-
ert annað, það var ráðning gátunnar. En
hún kenndi í brjósti um ungfrú Evensen.
Hana langaði til að hjálpa henni, og þá
minntist hún vélstjórans á „Sigurði kon-
ungi,“ sem alltaf var vanur að segja, þegar
eitthvað reyndist anddrægt: „Láttu þig
aldrei!“
„Láta undan? Nei, nú var Fía í vígahug
og hét sjálfri sér því, að ívarsen skyldi ekki
þurfa að „deyja í synd sinni,“ það er að
segja, ef honum batnaði.
(Franrhald).
--*> ------
Skrítla.
Brandur var stundum settur sýslumaður
í fjarveru sýslumanns, og gaf þá, nreðal ann-
arra verka, saman hjónaefni. Eitt sinn hitti
hann sóknarprestinn, sem var dálítið stríð-
inn, og fór prestur að lrafa orð á að lítið
nrark myndi vera að hjónavígslu Brands.
„Hún er nú sanrt veglegri en vígslur sýslu-
manns,“ kvað Brandur. „I hverju liggur
það,“ spyr prestur. „Það er aðallega fólgið
í upplrafinu og endinum," anzaði Brandur.
„Ég segi, nú er hjónavígsluréttur settur, en
sýslunraður segir bara, standið upp. Þegar
öllu er lokið segi ég: Þá er athöfninni lokið,
en sýslumaður segir: Nú skuluð þið fara —
og hátta.“
15