Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 29

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 29
N. Kv. DÆTUR FRUMSKÓGARINS 115 stundum haldið að ég væri alveg að nú tak- markinu. Þetta eina ár hefir flökkulífið heillað mig svo, að ég get nú ekki hugsað til þess að hverfa heim aftur á fornar stöðvar. Á ferð- um mínum heyrði ég um hin gullauðugu héruð við Kampo del Sol. Gullþorstinn al- tók mig, eins og fleiri og ég hélt þangað hið skjótasta. Þegar ég hafði þrælað þar nokkurn tíma. án árangurs, var það eitt kvöld að ég fann einhvern stærsta gullmola, er þar hafði fundist í manna minnum. Ég vafði gullmolann vendilega inn og bar hann svo lítið bar á inn í tjaldið sem ég bjó í, ásamt með öðrum gullfara, göml- um manni frá Santa Kruz. Ég fól böggulinn undir koddanum í fleti mínu og fór síðan til næstu ölstofu. Mér fannst ég hafa unnið til þess að gera mér glaðan dag. Ég hefi sennilega verið sætkenndur þegar ég kom heim. Nóttin var niðdimm og kald- ur stormur stóð af fjöllunum. Þegar ég opnaði tjaldið sá ég að ókunnur maður kraup við höfðalagið á fleti mínu og var að róta í föggum mínum. Mér datt strax í hug gullmolinn. Ég fölnaði af skelfingu, greip til hnífs míns og réðist á ókunna manninn. „Hvernig djöfulinn ert þú að snuð,ra hér?“ æpti ég. Hann svaraði engu, en bjóst til varnar. Áður en ég gæti komið hnífnum við, hafði hann náð í hægri hönd mína og snúið upp á hana, svo að ég missti hnífinn. Leikurinn barst aftur og fram um tjaldið og mátti ekki á milli sjá, liver sigur bæri af hólmi. Það var að vísu þræiabragð, sem ég notaði í þeirri von að sigra: Hann gerði ítrekaðar tilraunir til að ná kverkataki á mér, og í eitt skipti er hann var með höndina rétt við yitin á mér, gerði ég mér hægt um hönd og beit af honum litla fingurinn. Ég hafði æf- inguna frá þvi ég var strákur! En það varð mér dýrt spaug, því að í sama bili skaut hann framan í mig úr skammbyssu sinni. Að vísu var engin kúla í henni, en púðrið blindaði mig gjörsamlega á báðurn augum. Sjónina missti ég alveg á öðru. Ég féll um koll, en ræninginn hentist út úr tjaldinu. Ég kallaði sem óður væri á hjálp. Gull- fararnir úr næstu tjöldum þustu að. Sumir fóru að stumra yfir mér, en aðrir veittu ræningjanum eftirför. Gúllfararnir komu til baka undir morg- un. Höfðu þeir hvergi orðið varir við árás- armanninn. Þegar ég var orðinn heill heilsu hélt ég áfrarn gullleitinni, en það er eins og gæfan hafi snúið við mér bakinu. Þau gullsvæði, sem ég hefi komið á síðan, hafá ýmist verið léleg frá upphafi eða gjör- samlega tæmd. Síðast hafði ég fréttir af svæðinu hjá Placer Barranko. Og hér er ég. Nú hafið þið heyrt sögu mína. Það er þráin eftir að verða ríkur, sem dregur mig til Placer Barranko. Og þó öllu fremur von- in um að finna ástmey mína — og þann sem rændi gulli mínu og öðru auga. Þannig er það bæði ást og hatur, sem knýr mig áfram að einu marki.“ Eftir nokkrar bollaleggingar varð það að ráði milli Banderas og Gomezar, að bjóða Gousalvo þátttöku í leitinni að Gimsteina- dalnum. Þegar Gousalvo hafði sannfærzt um, að til gulls og gróða væri að vinna, tók hann boði þeirra. Að vísu sagði Banderas honum aðeins undan og ofan af um fyrirætlanir þeirra, sömuleiðis um hvar dalinn væri að finna. Áttu þeir um þetta langar umræður, en Jregar þeir undir morguninn komu til Placer Barranko, voru þeir orðnir á eitt sáttir um félagsskapinn. Þannig skuldbatt Gousalvo sig til að taka þátt í gullleitinni miklu, er stóð fyrir dyr- um. 15*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.