Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 34
120
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
N. Kv.
fullkomlega á við Donnu Dolores að feg-
urð. Hún er stórauðug, og það ríður bagga-
muninn, þegar allt kemur til alls. Eignir
föður hennar í Sct. Patrico eru óhultar fyr-
ir rauðskinnunum. Aldur Donnu Valen-
tínu samsvarar einnig betur mínum aldri.
f fáurn orðum sagt, þá kýs ég hana fremur
en Donnu Dolores.“
Þeir félagar voru nú komnir í námunda
við tjald Maranos. Hjá tjaldinu lágu tveir
stórir veiðihundar, sem urruðu grimmilega
þegar þeir nálguðust.
í sama bili kom maður út í tjalddyrnar
og hastaði á lmndana:
„Ali og Grip, komið þið strax!“
Hundarnir gegndu ólundarlega.
Maðurinn sem út kom var af æskuskeiði,
hið drifhvíta hár bar þess gleggst vitni. En
hann var þreklega vaxinn, þótt varla gæti
hann talist nema tæplega meðalmaður á
stærð.
Maður þessi var enginn annar en Mor-
timer Marano, gæzlumaður Placer Barr-
anko.
XXIV.
RIFJUÐ UPP GÖMUL KYNNI
Þegar Banderas sá gæzlumanninn brá
honum illilega, því að hann sá að hann var
enginn annar en morðinginn frá Alkalde-
götunni.
En hið æfintýralega líf, sem hann hafði
lifað alla tíð, hafði gert hann kærulausan
og fífldjarfan þegar f harðbakka sló.
Banderas jafnaði sig því fljótlega, því að
hann treysti á að Marano þekkti sig ekki
aftur, sem reyndist rétt til getið.
Marano kom á rnóti þeim, þungur á
brún.
„Hverjir eruð þið? Hvað viljið þið?
Hvers vegna raskið þið næturró þessa
þorps?“ 1
„Þér spyrjið margs í einu,“ svaraði
Banderas kuldalega, „þó mun ég svara öll-
um spurningum yðar, herra minn. Við er-
um mezíkanskir borgarar, sem komum
beint frá haciendu del Rodriquez. Eins og
yður er ef til vill kunnugt, þá er haciendan
rétt við landamærin og rétt hjá Colorado-
fljótinu. Við eigum erindi við yður og af
því að erindið var mjög brýnt, þá leyfðum
við okkur að gera yður ónæði á svo óvenju-
legum heimsóknartíma."
„Fjandinn hafi öll ykkar erindi! Þau eru
varla svo þýðingarmikil, að þau hefðu ekki
þolað bið til morguns."
„Ef þér teljið svo,“ svaraði Banderas
kuldalega, „þá höldum við ferð okkar
áfram. Okkur hafði að vísu verið sagt, að
þér væruð vinur auðs og allsnnægta, og
munduð fúslega hlusta á hvert það tilboð,
er gæfi yður möguleika til þess að græða
fé með léttu móti, en okkur virðist nú, að
sú lýsing á yður hafi verið röng og höldum
því áfram ferð okkar.“
Banderas gerði sig líklegan til að fara.
„Hægan, hægan, maður minn,“ mælti þá
Marano, „þér eruð óþarflega uppstökkur.
Þegar svefnfriði mínum er spillt, þá hættir
mér til að vera ekki mjúkur á manninn. Ég
bið yður afsökunar. Gangið inn í tjald mitt
og segið mér erindi yðar.“
Banderas og Gomez fylgdu gæzlumann-
inurn inn í tjaldið. — Bauð hann þeim sæti
á tveim óvönduðum trébekkjum, en sjálfur
kastaði hann sér aftur á bak í rúmfleti, sem
í tjaldinu var.
„Þér vitið hver ég er?“ mælti hann við
hershöfðingjann.
„Þér eruð sá, sem ég leita að, Mortimer
Marano."
„Síðan hvenær þekkið þér mig?“
„Ég þekki yður aðeins af afspurn. Indíán-
ar og- gullleitarmenn hafa sagt mér, að þér
séuð sá maður, sem bezt sameini þessa þrjá
höfuðkosti: takmarkalausa fégræðgi, hygg-
indi og athafnasemi. En við slíkan mann á
ég erindi."