Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 43

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 43
SNÆBJÖRN JÓNSSON: Alþýðumenningin og bókmenntirnar. En alþýðuskáld eru þröskuldar þar, í þjóðernið lífseigju kliða. Og þráin til alls, sem að veglegast var, hún vaknar er stuðlarnir iða. St. G. St. Enda þótt nú í bili flæði erlent fé yfir landið, og ýmsir hyggi sig vera orðna auð- uga, mun ekki þurfa að efa það, að ávallt verði íslendingar fátæk þjóð. Um það ber ekki að sakast ef landslýðurinn vill stöðug- lega gæta þess, að sú auðn fáskrúðugra ver- aldargæða, sem honum eru ásköpuð, verði ávallt „auðn ljónanna", eins og augu Stein- gríms sáu hana. En til þess að svo megi verða, er það höfuðnauðsyn, að hvernig sem þjóðinni vegnar, „eigi hún samt í eldi og reyk óskemmt lófagullið". Hún verður í hvívetna að gæta manndóms síns og dreng- skapar, hún verður að varðveita elju sína og þrautseigju, og hún verður að leggja rækt við þær náðargáfur andans, sem kyn- þátturinn hefir hlotið að erfðum. Engu af þessu má hún nokkru sinni glata. Það segir sig sjálft, að svo fáir og fátækir' sem við erum, hljóta afrek okkar í efnis- heiminum ætíð að verða smávaxin á alþjóð- legan mælikvarða. Þar fyrir geta þau orðið ósmá eftir okkar eigin kringumstæðum, og vitanlega ber okkur að keppa að því mark- miði, að svo megi ávallt verða. Svo mun og verða ef við lifum eftir þeirri reglu, sem þegar var að vikið. En þó að við getum ekki á þessu sviði haldið til jafns við hinar meiri þjóðir og máttugri, þá ber okkur þó að geyma þess metnaðar, að þurfa til engrar þjóðar upp að líta; því að það mun fleirum en Tóka reynast þungt hlutskipti að verða jafnan að líta upp til annarra og sjá þá horfa ofan á sig. Þessu takmarki verður þó ekki náð með því að belgja sig upp, eins og of mikið hefir borið á að okkur væri kennt nú um langt skeið. Af öllum þeim leiðum, sem til þess eru færar, að afla okkur háðs og fyrirlitn- ingar, er þjóðrembingurinn sú vissasta, beinasta og auðfarnasta. „Þykir mætismönn- um allt mikillæti hneisa"; og af öllu mikil- læti hefir þjóðrembingurinn líklega fárán- legastan svip. Nú er svo komið, að íslenzk stjórnarvöld eru farin að hafa fulltrúa úti um lönd. Miklu skiptir að í þær stöður veljist þeir menn, sem fyrir allra hluta sakir séu til þess færir að koma frarn með dug og sóma fyrir hönd þjóðar sinriar, og þess er að vænta að þeir kunni jafnan að varast jojóð- ernisgrobbið, jrví að jrað er aldrei annað en brennimark óvizku og smámennsku. Þó mun það hafa átt sér stað, að út af þessu hafi borið. Það er ekki næsta langt síðan að stór- merkur maður í öðru landi sagði mér frá samkvæmi, þar sem erindreki einn hafði talað af íslands hálfu og geipað svo, að á- heyrendur hlutu að brosa, enda þótt þeir vitanlega kynnu sig betur en svo, að láta brosið sjást. En svo eru aðrir fulltrúar okk- ar út á við, og miklu fleiri, sem líka er þörf á að gæti sín jrjóðarinnar vegna. Því miður vill þó langt of oft af þessu bregða. Þannig mun ýmsa reka minni til þess, að fyrir ná: lægt tuttugu árum var sagt frá því í merku, íslenzku tímariti, að frægasta stórblað heimsins hefði talað um það sem varhuga-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.