Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 47

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 47
N. Kv. ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR 129 hemil á draumunum, sem Kipling krafðist. Nú þegar er mitt á meðal okkar sá íslend- ingur, Einar Jónsson, sem segja má að vak- ið hafi á séra alþjóða-athygli, þrátt fyrir þá óhægu aðstöðu, að verk hans eru einangruð hér úti á hjara veraldar. Nú er engin mark- verð listasaga rituð svo að eigi sé hans þar getið. Á öllurn sviðum listarinnar — og þá einnig tónlistarinnar — á íslenzk þjóð að geta eignast sína fulltrúa; vonandi einnig á akri vísindanna, þegar vaxandi bolmagn þjóðarinnar gerir henni fært að skapa vís- indastarfsemi í landinu nauðsynleg skilyrði. Að öllu þessu þarf því að leitast við að hlúa á skynsamlegan hátt. En umfrarn allt verð- um við þó að byggja vonir okkar á bók- menntunum, enda er þar líka dýrasti og æðsti reiturinn, því að aldrei verður með skynsamlegum rökum á móti því mælt, að „orðvald er dánarheims dýrasta snilld.“ Þar eru mannsandanunr minnstar skorður reist- ar, og þar kenrst lrann því lengst í því, að sýna mikilleik sinn. Guði er auðveldara að tala raust skáldsins en nokkurra hinna ann- arra banra sinna. Um eitt stöndum við höllunr fæti, sem sé það, að tunga okkar er fáunr kunn. En svo var tunga Ibsens, og lagði lrann þó gervall- an heimimr undir sig. Þær eru margar þjóð- irnar, senr þessa sögu hafa að segja — flestar þær snráþjóðir, sem þjóðlegar bóknrenntir eiga. Og það er enginn efi á því, að ntiklu mætti áorka til þess að yfirstíga þennan þröskuld. Hingað til höfum við í þessu efni lragað okkur alveg eins og blindir menn. Við höfum gengið í svefni. Það er tími til konrinn að við förum að rumska. Af skilningsleysi og þverhöfðaskap höfunr við t. d. nú unr tveggja ára skeið látið okkur úr greipum ganga alveg einstætt tækifæri til þess að auka þekkingu á tungu okkar meðal næstu og voldugustu grannþjóðar- innar, Breta, sem í tugum þúsunda hafa dvalið hér í landinu. Það er fortakslaust óýkt, að í því liði hafi verið þúsundir menntamanna. Þegar í maí 1940 skrifaði mér stórnrerkur Englendingur (nú látinn), senr nrjög unni íslandi og s jálfur hafði num- ið tungu okkar. Sagði hann, að nú ættum við tafarlaust að grípa tækifærið til að keirna h inunr ensku gestum móðurmál okk- ar. Myndi það, sagði hann, reynast heil- brigð ráðstöfun ef íslenzk stjórnarvöld vildu stofna til námskeiða (classes), þar sem setuliðsmönnum væri gefinn kostur á ódýrri tilsögn í íslenzku. Ekki er það að efa, að hinn vitri, reyndi og góðviljaði maður hafði rétt fyrir sér í þessu. Seinna um sumarið nrinntist ég á hugmynd þessa við þann af stjórnmálamönnum okkar, senr ég veit víð- sýnastan, og virtist mér hann fyllilega skilja að rétt væri hugsað; en enginn beitti sér fyrir þessu. Ekki er mér heldur kunnugt um, að Ameríkumönnum hafi verið gerður kostur á slíkri hjálp síðan þeir komu. En þó að mikið skorti á, að þeirra lið sé svo valið sem hið brezka, þá er þó vitanlega í því fjöldi menntaðara manna. Það, sem okkur hefir lengi borið að gera, og ber enn að gera, er að vinna að því, að erlendum menntamönnum, sem það vilja, sé gert sem léttast fyrir um að nema tungu okkar. Fyrsta skilyrðið er þá, að til séu kennslubækur og orðabækur. Þessu liöfum við lítið sinnt ennþá, og alveg er það ís- lenzkum stjórnarvöldum (þar með talið fjárveitingavaldið) að þakkarlausu að til eru á ensku — höfuðtungu heimsins — kennslubækur í íslenzku. Orðabók yfir nú- tíðarmálið vantar með öllu og er sú vöntun okkur bæði til tjóns og háðungar. Það er eingöngu fyrir kappsamlegt atfylgi nafn- frægs skozks lærdómsmanns, að til er not- hæf fornmálsorðabók fyrir byrjendur, en að stæni orðabók yfir fornmálið mun nú loks unnið, og þó fyrir erlent fé. Aðrar smá- þjóðir fara öðruvísi að. Þannig hafa t. d. bæði Norðmenn og Svíar um langt skeið varið gífurlegu fé í góðar orðabækur yfir þjóðtungur sínar með erlendum þýðingum, 17

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.