Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 48

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Side 48
130 ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR N. Kv. einkum enskum. Og ef við kynnum að halda á spilunum, stöndum við í rauninni allra norðurlandaþjóða bezt að vígi gagn- vart umheiminum, því að ekkert eiga þær jafn-sérstætt í bókmenntunum eins og forn- sögur okkar og Eddurnar. Svo lengi sem það er, sökum ónógra hand- bóka, meiri erfiðleikum bundið að læra ís- lenzku en önnur mál, er ekki sanngjarnt að vænta þess, að erlendir menntamenn kynn- ist bókmenntum okkar. En ef við viljum brúa þær ár, sem nú verður að vaða, þá er það ekki efamál, að kynnin aukast. Þetta þykist ég ekki mæla út í bláinn. í fyrsta lagi hefi ég fyrir mér nokkurra ára reynslu er- lendis, og þykist skrumlaust mega segja, að á meðal þeirra, sem ég umgekkst, fékk ég þó dálitlu þokað áleiðis um áhuga fyrir íslenzkri tungu og bókmenntum. Þau fimmtán ár, sem ég hefi talist bóksali, hafa ennfremur fært mér ærnar sannanir fyrir því, að áhugann mætti glæða ef annars væri kostur en að vísa þeirn út á eyðimörku, sem íslenzku vilja nema. Þegar við höfum bætt úr vanrækslu okkar í þessu efni og erlend- um menntamönnum er opnuð leiðin inn í bókmenntir okkar, þá má líka treysta því, að þær dragi að sér athygli eftir verðleikum. Þegar við gætum þess, hve fáir erlendir fræðimenn og rithöfundar hafa numið ís- lenzku, gengur það furðu næst, hve mikill hluti þessara fáu hefir leitast við að kynna íslenzkar bókmenntir á sinni tungu, ýmist með þýðingum eða með því að rita um þær. Sumir hafa þeir jafnvel unnið stórvirki á því sviði. Má á rneðal stórþjóðanna nefna Austurríkismanninn Poestion og Englend- ingana Dasent og Morris. Það var enskri tungu án efa ómetanlegui- hagur að Claren- don Press (og síðar einnig Chicago-háskóli) hertók Sir William Craigie til þess að eyða ævinni við orðabókagjörð, en jafn-efalaust var þetta íslandi ómetanlegt tjón. Enginn hefir af meiri skarpleik og snilli túlkað ís- lenzkar bókmenntir en hann, og slíkur af- reksmaður sem hann er til starfa, er engum getum unnt að því að leiða, hverju hann hefði fengið afkastað á þessu sviði, ef hon- um hefði gefizt tóm til að vinna þar. En sem sagt, ef við leggjum til bátinn, mun ávalt einhver fást til að róa honum. Það er okkar raunalegi, innibyrgði hugsunarhátt- ur, sem hingað til hefir of mjög varnað því, að við skildum þetta. Hinn mikli vitmaður og skörungur, Bryce lávarður, tók svo djúpt í árinni, að telja að íslenzka þjóðin ætti tilveru sína bókmenntunum að þakka, og annar vitur maðúr hefir eitt sinn í samtali við mig látið í ljósi eindreginn efa sinn á því, að þjóðin væri nú til, ef hún hefði aldrei eignast Hall- grím Pétursson. Það er ekki fjarri mér að ætla, að báðir þessir menn kunni að hafa rétt fyrir sér. En vitaskuld er þetta fyrir þá sök, að þjóðin öll hefir fengið þá náðargjöf að geta lifað í bókmenntum sínurn, fundið hjartaslög sín í þeirn. Þær bættu henni upp aðrar þarfir og urðu henni þá óumflýjan- lega líka nauðsyn. Þær voru ímynd hennar eigin eðlis; hún skapaði þær og naut þeiiTa í senn. Enda þótt heimili Gísla Konráðsson- arar sé l)jargarlítið, finnst honum lítið tií um að fá kornmatinn úr því að enginn fékkst pappírinn. Það er frægðarsaga ís- lenzkrar alþýðu, að í allri sinni niðurlæg- ingu og í öllum sínum þrenginum, er hún sí og æ að skapa bókmenntir. Þetta hefir almúginn á íslandi gert á öllum tímum, og sá tími má aldrei koma, að hann leggi þessa starfsemi niður, því að þarna er fjöregg þjóðarinnar, fjöregg þjóðernisins, sem hon- um er falið til varðveizlu. Alþýðan í land- inu verður óaflátanlega að vaka yfir helgi- dómi íslenzkrar menningar. Hjá okkur mega bókmenntirnar — sköpun þeirra — al- drei verða sérsvið hinna lærðu stétta. Því ber að hvetja alþýðuna og örva að hún glæði hvern þann neista, sem hún finnur með sér falinn. Um hríð mátti virðast sem

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.