Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Qupperneq 50
132
ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR
N. Kv.
að ekki séu þarna nærri því öll liðgeng
skáld Þingeyjarsýslu. Allir eru þeir almúga-
fólk, karlar og konur, sem neyta síns brauðs
í sveita síns andlitis. Mun nú verða gripið
niður í bókina á ýmsum stöðum til þess að
sýna lrvað þar er að finna. En það er lesand-
inn beðinn að hafa hugfast, að þetta er ekki
ritdómur um hana, og alls ekki unnt að
nefna hér jafnvel alla hina beztu höfunda,
þaðan af síður alla þá fimmtíu, sem eitt-
hvað hafa til hennar lagt. Verða höfundar
nefndir af nokkru handahófi.
Fyrst verður þá fyrir mér Arnfríður Sig-
urgeirsdóttir, sem á þarna þrjú kvæði, öll
með aðalsmarki þess höfundar, sem er skáld
af guðs náð, en ekki eigin ímyndun. Ávarp-
ið til Jakobínu Johnson, flutt henni er hún
heimsótti átthaga sína fyrir nokkrum ár-
uum, er slíkt tilþrifakvæði, innilegt og
skörulegt, að til þess eins að fá þá kveðju,
var það tilvinnandi að fara alla leið vestan
úr Ameríku og norður í Þingeyjarsýslu.
Kvæði eins og Týnda soninn yrkja vart
nema mikil skáld. enda þótt hún hafi þegar
vel gert, fer ekki hjá því, að þessi kona eigi
meiri fjársjóði til að gefa þjóð sinni heldur
en þau kvæði, sem þarna eru lögð fram.
Þegar fregnin um hið sorglega fráfall
Geirfinns Þorlákssonar barst út urn landið
á síðastliðnum vetri og frá því var skýrt,
hvílíkt afbragð ungra manna hann hefði
verið, vakti hún sáran söknuð jafnvel hjá
okkur, sem aldrei höfðum áður heyrt hans
getið; því að slík mannsefnimáþjóðinávallt
illa missa, og ætíð sitja einhverjir eftir með
blæðandi sár. En margfalt sárari varð þessi
harmur, þegar við fengum það að vita, að
hinn ungi efnismaður hefði verið sonur
þessrar ágætu konu, sem við þekktum þegar
af Þingeyskum ljóðum. Slíkur er máttur
andans til þess að knýta samúðartengsl án
nokkurra persónulegra kynna. Og í bók-
menntunum á andinn heimkynni sín.
Næstur Arnfríði í bókinni er Árni Sig-
urðsson, sem vekur svipaða athygli og sam-
úð. Einnig hann hefir fengið eldinn af hæð-
urn. Auk þeirra kvæða hans og vísna, sem
hér eru, hefi ég fyrir tilstilli góðs vinar
fengið að sjá eftir hann jólasálm einn, svo
gullfagran, að fleiri munu þeir en ég, sem
gjarna rnundu vilja heyra hann sunginn við
guðsþjónustur á jólum. Fyrsta kvæði Árna
í Þ. Ij. er morgunvísur, listavel kveðnar
hringhendur, sem strax vekja athygli les-
andans á jm', hve lagið höfundinum er að
mála með orðum. Allt sem hann sér, verð-
ur að myndum, sem hann málar með hár-
vissum dráttum og oft næsta fögrum litum.
Hann sér allt með augurn málarans, t. d.:
fjöllin mynda. sig í sjá
sólarlindum þvegin,
og alls staðar er sama dýrlega málverkið,
hvert sem hann lítur, á láði og legi:
Glitvefsklæðin grundar öll
geislaþræðir sauma;
langt um græðis leggur völl
ljóssins æðastrauma.
Alveg er sama um hvað hann yrkir, allt
verður það ljóslifandi fyrir augum lesand-
ans:
Sædjúpið sólstafað bifast
líkt svefnþungum barmi,
dreymandi dregur það andann
við dranga og flúðir.
Hið fræga grafletur yfir Oliver Gold-
smith í Westminster Abbey segir að „á engu
snerti hann svo, að eigi fegraði hann það.“
Eins og Árni Sigurðsson birtist í Þ. lj. á
þetta við um hann. Jafnvel inn í það, sem
ömurlegt er, dregur hann fegurðina. Þann-
ig er það, að þótt
Þokufingur þreifi fjalls um brúnir
þegar hnígur sól að Ægis barm,
og teygi sig svo þaðan niður á láglendið
unz þeir hafa dregið sína röku grámyglu
yfir allt, þá byrgir þetta þó ekki skáldinu
útsýn yfir það, sem varanlegra er: að
máttugt heldur vorið um sitt veldi
vörðinn bak við úðaþokunótt