Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 51

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 51
N: Kv. ALÞÝÐUMENNINGIN OG BÓKMENNTIRNAR 133 Því getur hann haldið áfram og dregið upp undurfagra mynd af morguninum og sýnt hvernig sólin smám saman sigrast á grárri þokunni. Hún er fögur og hún grípur um sig bjartsýni þessa vinnulúna öldungs. Sá maður, sem orti kvæðin á bls. 19—22 í Þ. lj., er búinn að höggva til steininn á þúf- una sína, og nrundi margur kjósa sér slíkan. Alveg sömu erinda fer sá næsti, Baldvin Friðlaugsson, slær á sömu strengina og leik- ur af list. Á Björgu Pétursdóttur hefi ég áð- ur rninnst, og væri þó ærnu við að bæta, öllu tekjumegin. Björn Haraldsson á þarna aðeins tvö kvæði, en eins og kvæði sem birtist eftir hann í Morgni fyrir nokkrum árum, sýna þau fremur vitran mann og góð- an en beinlínis mikið skáld, og er þó allt vel um þau. Minningarstefin eftir Jóa eru perla. Egill Jónasson hefir nokkra sérstöðu í þessum hóp, fyrir gamansemi sína, og eins og öll skáld vildu Lilju kveðið hafa, get ég að flest mundu þau viljað hafa ort kvæði hans Árekstur. Egil langar til þess í æsku að yrkja ljóð, og finnst „alltaf einhver streng- ur óma sínu brjósti frá“; en það er rétt sama hvaða yrkisefni hann hugsar sér, alls staðar rekur hann sig á einhvern snilling, sem áð- ur hefir um það ort og lokar þar með leið- inni. Sem dæmi má nefna hvernig Guð- mundur Friðjónsson stendur öndverður um þvera götu fyrir honum: Norðanhríð og frostafárin, fósturjarðar brunasárin, húsmæðranna tregatárin, títt sem hrynja um föla brá, andanum mikið efni fá. En Guðmundur á sjávar-sandi söng um þetta hálfgrátandi. Svo það var alveg, alveg frá. Ekki er þó skopið eini strengurinn í hörpu Egils, og ekki er það heldur gáski gárungsins, heldur kímni hins íhugula nianns, sem hlotið hefir þá heilsusamlegu guðsblessun að geta ávallt komið auga á broslegu hliðina án þess að gleyma nokkru sinni alvörunni. Slíkir menn eru salt jarðar. Grímur Sigurðsson er sá Hemingur, sem aldrei missir marks þegar hann bendir bog- ann. Það er sama hvort hann yrkir kvæði eða stökur, aldrei geigar örin. Og allt er verk hans meitlað og sorfið. Ekkert af því, sem hann á þarna, er líklegt til að gleymast að sinni. Sem dæmi um stökur hans má taka þessa: Ég hef kynnst til þrautar því: þeim mun logar minna sem menn skara oftar í eldinn vona sinna. Guðfinna Jónsdóttir fær nú svo mikið hrós af hvers manns vörum, að hún væri engu bættari jró að mitt bættist þar ofan á. Þó er mér nær að halda, að nreira eigi hún skilið; svo eru ljóð hennar í senn fög- ur og spakleg. Og aldrei var berglind tærari en þau. En mér virðist sem hrynjandinn í þeirn sé stundum tæplega svo mjúk sem hjá flestum hinna skáldanna þingeysku. — Mætti geta sér þess til, að hún hefði ekki tanrið sér ljóðagerð frá æsku. Enginn mundi kalla þá „hróðurs örverða" syni Guðmundar Friðjónssonar, og ekki er það þeim til ámælis, að þeir ýfa söknuðinn eftir Völund bróður sinn. Með honum virt- ist ísland svift eí'ni í nrikið skáld. Fáir munu lesendur ganga athugalaust frarn hjá Hjálmari Stefánssyni. Þar er sá maður á ferð, sem þorir að fara sínar eigin götur og glímir sjálfur við gáturnar. Og ekki mistekst honum að koma orðum að hugsunum sínum. Ekki eru þeir heldur falskir tónarnir í kvæðum Jóns Haraldsson- ar, en of fá eru þau — eins og margra ann- arra þarna, þar á meðal Jóns Jóhannesson- ar. Sá sem les kvæðin hans ósnortinn, ætti að velja sér annað til lesturs en skáldskap. Og svo kann Kristján Ólason með sín yrkis- efni að fara, að enginn mun þykjast þurfa þar um að bæta. Þá verður fyrir mér skáldið, sem við

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.