Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Síða 57
N. Kv.
BÓKMENNTIR
137
hér er merkileg bók um einn af merkustu
mönnum samtíðar vorrar, og á hún því skil-
ið mikla útbreiðslu, enda væri þá einkenni-
lega farið lestrarsmekk almennings, ef hann
ekki kynni að meta, þegar slíkar bækur
koma á markaðinn.
Frágangur bókarinnar er allur hinn
prýðilegasti, og er hún prýdd nokkrum
myndum.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum.
Stígandi, I. ár, 1. h. Ritstjóri: Bragi
Sigurjónsson. Afgreiðslumaður: Jón
Sigurgeirsson.
Nýlega hefir tímarit þetta hafið göngu
sína hér á Akureyri. í ávarpi til lesendanna
komast útgefendur svo að orði: „En hug-
mynd vor, sem að þessu riti stöndum, er sú,
að hér eigiNorðlendingargreiðanaðgangað
vettvangi að ræða mál þau, sem efst eru á
baugi með þjóð vorri og merk mega teljast.,
enda sé rökvisst, stillt og kreddulaust á mál-
um haldið. Enganveginn er þó hugmynd
vor, að hér verði um fastskorðað fjórðungs-
rit að ræða, og engan fjórðungsríg er því
ætlað að reisa. Þær greinar, sem vér höfum
hugsað oss að láta rit þetta mest fjalla um,
eru bókmenntir og tunga þjóðarinnar, at-
vinnulíf og atvinnuhættir fyrr og nú, ferða-
lýsingar og landshættir og fræðslumál.
Einnig er tilætlunin að flytja ýmiss konar
fróðleik eftir föngum og nokkuð af þýddu
éfni.“
í þessu hefti er meðal annars: Á krossgöt-
um — eða villigötum? eftir ritstjórann; Um
málvöndun eftir Halldór Halldórsson; Frú-
in á Grund eftir Kristínu Sigfúsdóttur;
Bjarni stórhríð, smásaga eftir Þráinn o. fl.
Stígandi fer vel af stað og óska N. Kv.
honum góðs gengis; annars þarf mikið til
þess, að hleypa nýju tímariti af stokkunum
nú og láta það lifa, því að við svo mörg
eldri tímarit er að keppa.
Þ. M. J.
Sverrir Krístjánsson: Siðaskipta-
menn og trúarbragðastyrjaldir. —
Bókaútgáfan Reykholt h/f Rvík
1942.
Bók þessi er erindaflokkur, sem höfund-
urinn flutti í útvarpinu. Er efni hennar því
kunnugt þeim, sem á erindin hafa hlustað.
Er bókin „lífssögur þeirra manna, sem hæst
bar á siðaskiptaöldinni, mörkuðu dýpstu
sporin í samtíð sína, og lifa enn, ekki aðeins
í minningum sögunnar, heldur einnig í
áþreifanlegum merkjum hins sögulega
veruleika vorra daga,“ eins og höfundurinn
kemst að orði í forspjalli bókarinnar. Fyrir
alla þá, sem fræðast vilja um hin merkilegu
umbrotatímamót miðalda og nýju aldar er
bók þessi mikill fengur. Hún er skemmti-
leg aflestrar, vel útgefin og prýdd myndum
allra söguhetjanna.
Þ. M. J.
Jörð, IV. árg., 3. h. Ritstjóri: Bjöm
O. Björnsson.
jörð er vel læsileg sem fyrr. Efni hennar
í þetta skipti er: Stjórnarskrárfrumvarp eft-
ir ritstjörann, Ábyrgðarkennd og sómatil-
finning eftir Guðmund Friðjónsson, ísfirzk
blaðamennska eftir Kristján Jónsson á
Garðsstöðum, Ameríska hugsjónin eftir
Valdimar Björnsson, ritdómar um bæk-
ur o. fl.
Þ. M. J.
Ársrit Skógræktarfélags íslands 1943.
Reykjavík 1943.
Ársrit Skógræktarfélagsins er að þessu
sinni allmikil bók og flytur það að vanda
merkar ritgerðir um skógræktarmálið.
Aðalritgerðin, og um fullur þriðjungur
heftisins er um ræktun erlendra trjáteg-
unda eftir Hákon Bjarnason skógræktar-
stjóra. Ræðir hann þar um flutning trjáa
almennt, og gerir síðan grein fyrir veður-
fari í norðurhéruðum Noregs og Alaska, en
á þessum stöðum er loftslag og veðurfar
18