Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 60

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 60
140 DULRÆNAR SÖGUR N. Kv. rætt á, að tegundir þessar hafi nýskapazt hér. Það má segja í stuttu máli, að líkur fyrir náttúrlegri fjölgun plöntutegunda hér eru litlar. En hinsvegar eru allmiklir möguleik- ar á því, að tegundir slæðist hingað, og að eitthvað af þeim ílendist. Akureyri 6. október 1943. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. Dulrænar sögur. Skráð hefir B. J. HORNFJÖRD. Draumur. Það var árið 1902, síðasta sumarið, er fiskifélagið Eweing 8c Fryer frá Selkirk í Manitoba hafði úthald sitt við Playgreen Lake. — Það vatn skerst norðaustur úr Nelson’s River, um tvær mílur enskar frá mynni hennar við norðurenda Winnipeg- vatns. Það er eina áin, er fellur úr Winni- pegvatni, og rennur hún norður í Hudson- flóa. Næsta ár á eftir (1903) flutti ofanritað félag byggingar sínar til Spider Island, sem er um 20 mílum sunnar, í norðaustuihorni Winnipegvatns. Hjá þessu félagi byrjaði ég að vinna það sumar í Spider Island, það var mitt fyrsta sumar á vatninu. Yfirmaður frystihússins þar, Stone Kelly, (Þorsteinn Þorkelsson) frá Selkirk, sagði mér eftirfylgj- andisögu: — Sumarið áður en hann vann hjá Eweing & Fryer við Playgreen Lake, fórst styrju- flutningsbátur, er félagið lrafði í ferðum til Wisky Jack, sem er nær 100 rnílur norð- ur með Nelson’s River. Það voru þrír menn á bátnum; einn af þeim drukknaði, en tveimur varð bjargað. Komið var með líkið suður til útgerðarstöðvarinnar, svo að það yrði sent inn til Selkirk með milliferðabátn- um. Var það látið í frystirúmið. Sá Stone Kelly um frágang þess þar. En næstu nótt dreymir Kelly hinn drukknaða, að hann kæmi til sín og bæri sig illa yfir því, að ekki færi vel um sig; mæltist hann til, að hann kæmi rúmi sínu í lag. Stone Kelly sagði honum, að hann hefði ekki getað búið betur um hann en gert hefði verið um kveldið, en sá dáni sagði, að hann mundi sjá missmíði á því, er hann kærni þar. — Um morguninn, áður en gengið var til morghnmatar (kl. 7), bað Kelly einn af verkamönnum sínum að koma með sér í frystihúsið. En er þangað kom, sáu þeir rerksummerki þess, að laga þyrfti líkið. Það hafði verið lagt á nokkra tóma fisk- stampa, en þeir stampar höfðu óskiljanlega færzt úr lagi. Höfuðið og axlir höfðu færzt til, svo að höfuðið var nær hálft út af stampbrúninni. Gengu þeir svo frá lík- inu og löguðu það, sem ábótavant var, en ekki gátu þeir áttað sig á, hvernig hefðí staðið á eða hvaða orsök lægi til grundvall- ar því, að þessi röskun hafði orðið. Seinna kom það á daginn, að af einhverri ástæðu hafði verið skipt um stamp þann, sem var undir höfði og herðum líksins, en það vissi Kelly ekkert um fyrr en eftir á.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.