Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 61

Nýjar kvöldvökur - 01.07.1943, Page 61
N. Kv. DULRÆNAR SÖGUR 141 Loftur Guðmundsson. Gufubáturinn „Princess", eign Wm Robinson’s fiskifélagsins í Selkirk Man., sökk um nótt í ofviðri á Winnipegvatni um miðjan september 1906. Slysið vildi til milli Stóru-Georgeseyjar (Big Georges Island) og Svampeyjar (Swampy Island). Báturinn var í milliferðum að flytja fisk og vörur; sömu- leiðis tók hann líka farþega. Þar drukknaði talsvert af fólki, þar á meðal skipstjórinn og tvær stúlkur, er unnu á bátnum (ensk og ís- lenzk), — en það sem komst í þá tvo björg- unarbáta, er til voru á bátnum, bjargaðist að landi vestanvert við norðurhornið á Svampeyju. — Mér var sagt af rnanni, sem var með „Princess“ í þessari síðustu ferð hennar, að hún mundi hafa verið tæplega komin hálfa leið á milli eyjanna Georges og Svampey, er hún sökk, en vegalengdin á milli þeirra er talin 40 enskar mílur milli vitanna á eyjunum. Lætur sú frásögn þess manns mjög nærri þeim stað, þá er ég dró járnstiga upp í hvítfiskaneti sumarið 1916. — Þann dag var gott sýni og sást þá aðeins til Stóru-Georgeseyjar; er hún há vestan til, og einmitt sá hluti hennar sást. Ég vann þá við hvítfiskaveiði frá áðurnefndri eyju. Farið var með stigann á land, og sögðu þeir, sem til þekktu ,að sá stigi hefði verið í fram- stafni á „Princess“ við uppgöngu þar frá neðra til efra þilfars. Var hann svo tekinn inn til Selkirk. Meðal þeirra, er drukknuðu áðursagða nótt, var íslendingur nokkur, Loftur Guð- mundsson að nafni. Hann kom á bátinn við Poplar Point; þar var hvítfiskastöð, og „Princess" kom þar að taka fisk. Loftur ætl- aði úr þessari ferð alfarinn til íslands. Ekki var hann búinn að vera í Canada nema fá- ein ár, en var samt búinn að draga saman talsverða peninga, eftir því að dæma, sem sent var ættingjum hans á íslandi. — Hann var stakur reglumaður. Ég kynntist honum eitt sumar á vatninu og sú kynning er mér hugnæm. Tæpum tveimur árum eftir drukknun hans, fundu Indíánar lík hans á austur- strönd Winnipegvatns, suðaustur frá Stóru- Georgeseyju; þar var það sandorpið í fjör- unni, nema fætur stóðu upp úr. Fluttu þeir líkið til Georgeseyjar, en fremur varð lítil framkvæmd, að koma því til Selkirk til greftrunar, þó að hann ætti vel fyrir útför sinni, en um það vil ég ekki skrifa. — En seint og síðar meir var líkið jarðað skammt frá húsum fiskiúthaldsins í Stóru-Georges- eyjunni, af enskum presti frá Poplar River við Wininpegvatn. Þar var líkið jarðað; þó að tæplega sé hægt að kalla gröft þann því nafni; jarðvegur er þar mjög lítill. Þetta er við Gömlu-höfn, sem nú er kölluð, því að nokkrum árum síðar var gjörð önnur höfn á eyjunni, um hálfri mílu austar. Þar eru fiskifélögin nú„ tvö ef ekki þrjú að tölu. Stundum hefir kista Lofts verið ber að ofan, en mun þó oftast nær hafa verið hulin aftur. Það síðasta er ég veit til, að hún hafi hulin verið, var sumarið 1927, þá er for- maður minn, Eggert sál. Sigurðsson frá Sel- kirk, og ég, létum sand og þann lítilfjörlega jarðveg, er þar var, að kistunni og hlóðum upp leiðismynd, þó að af vanefnum væri gert. — Loftur sál. Guðmundsson er sá eini íslendingur, er mér vitanlega hvílir norður í Winnipegvatni. Ekki er því að neita, að vitrazt hefir Loft- ur einstöku mönnum, sem verið hafa á eyj- unni, meðan fiskveiðar hafa staðið yfir. í tvö skipti hefir hann gefið mönnum aðvar- anir um, að vont veður væri rétt að skella á og birzt þeim í draumi. í fyrra skiptið gaf hann aðvörun Hirti skipstjóra Sigvaldasyni, er stjórnaði fiskigufubát þar, en í síðara skiptið seglbátsformanni, Davíð Jónssyni. Ég hefi munnlega frásögn þeirra beggja um það. — Ennfremur hefir Stefán skip- stjóri Jóhannsson, sagt mér frá því, er hann í vondu veðri og einn á ferð varð að vera

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.