Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 19

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Síða 19
N. Kv. SÆNSKIR HÖFÐINGJAR 5 kveldi er þér fædd dóttir. — Vei oss, vei oss — að það var ekki sonur! Gestirnir fóru að lilæja. Sá, er næstur sat, greip hjálminn og leit niður í hann, og rétti svo til þess næsta og svo gekk hjálm- urinn mann frá manni hringinn í kringum borðið. Allir sáu barnið, virtu það fyrir sér og tóku í hinar litlu hendur. — Já, já, Þorgrímur bóndi, hrópuðu hin- ir glöðu gestir — nú hefir þú eignazt erf- ingja! Hérna eru hendurnar. sem stvrt geta plógnum fyrir þig! — Þarna hefir þú sann- arlega fengið eitthvað, sem þú getur dund- að við að klæða bæði úr og í og hlaða á kvenskrauti. — En þú færð ekki mikið gagn af henni að öðru leyti, meðan þið lifið. Þegar hjálmurinn loksins var kominn niður að hinum enda borðsins, þar sem tunglskinið náði ekki til og myrkt var, tók þrællinn við honum aftur, stakk honum undir handarkrika sinn og gekk fram að dyrunum. — Þorgrímur bóndi, mælti hann, það er þá líklega bezt að ég beri þetta meybarn út í skóginn og láti það þar eftir? En um leið og hann mælti þetta, bai hann þá litlu aftur inn í tunglskinsgeisl- ann og hélt hjálminum þannig upp, að Þorgrímur hlaut að sjá barnið. — Þorgrím- ur bóndi spratt þá snögglega á fætur og hrópaði: — Nei! — Og þið góðu gestir, sem hér er- uð komnir í híbýli mín, nú skuluð þið fá að sjá allt annað, en þið hafið búist við: Úr því að mærin var fæ:ð mér í hjálmi mínum, þeim hinum sama, sem ég hefi oft borið í æsku, þegar ég stóð að skipi mínu og tók þátt í bardögum, þá tek ég nú líka skjöld minn og spjót og legg hér hjá henni. — Þvoðu henni úr snjó, þræll, og legðu bjarnarmerg milli vara henni, mun hún þá þagna. — Svo lyti hann henni upp og hélt áfram: Dóttir mín —• hér í þessum milda geisla mánans gef ég þér nafn. Þú skalt heita Hjálmdís! Nú voru hornin fyllt aftur og hinir giöðu gestir Þorgríms bónda d' ukku barnsöl í mánaskini. — 2. Rúnimar. Móðir Hjálmdísar var ambátt. Hún and- aðist skömmu síðar, og óx Hjálmdís upp í einveru hjá föður sínum, því að hún vildi ekki skeyta öðrum mönnum, eftir að hún komst á legg. Hún yfirgaf liann aldrei Þegar hann gekk í skóginn með viðaröxina sína á öxl- inni, hljóp hún við hliðina á honum. Og hún sat fyrir framan hann á hestinum, þeg- ar hann reið til lögskila eða á kaupstefnur í byggðunum. Á löngum vetrarkveldum, þegar Þor- grímur bóndi sat við eldinn, og hún kom til hans og lék að skeggi hans, sýndi hann henni, hvernig farið er að, þegar snúnir eru bogastrengir eða örvar skeítar og hún lærði það. — Henni þótti ekkert gaman að sauma sér brúður úr marglitum pjötlum eins og öðrum smámeyjum. Bezta skemmtun henn- ar var að sitja á bjarnarfeldinum fyrir fram- an eldinn og leika sér að sverði föður síns. sem var lengra en hún sjáli. . . . En ráð hinna eilífu norna eru óskiljan- leg. Þrátt fyrir að Þorgrímur bóndi unni henni umfram alla menn aðra og ávallt var henni góður. óx þó harmur hans, yfir son- arleysinu, alltaf stöðugt eftir því, sem ald- ur færðist yfir hann. Það var honum óbæri- leg hugsun, að nú var enginn, sem tekið gæti jarðeignir hans og vopn í arf og gert ættinni sæmd. Hann sat löngum hljóður og þrumdi yfir þunglyndishugsunum sín- um. — Þrælar hans sáu, hvað honum leið og tóku þátt í raunum hans. Og að lokum hafði hann enga eirð að heimili sínu. Dag nokkurn tók hann öxi sína eins og venjulega og gekk út í skóginn. Hjálmdís dóttir hans fylgdi honum að vanda. Þau

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.