Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 22
8
SÆNSKIR HÖFÐINGJAR
N. Kv.
steininn, þýddu rúnírnar, og hún heyrði þá
lesa með hárri röddu:
„Hjálmdís reisti steininn yfir Þorgrím
föður sinn, góðan bónda. Þú. sem framhjá
gengur, munt lesa nafn hans og muna það"
3.
Hjálmdís ríður til Uppsala.
Þegar Hjálmdís var fjórtán ára að aldri,
setti hún hjálm föður síns á höfuð sér, tók
skjöld hans og spjót og reið af stað til Upp-
sala.
Þegar þangað kom, sá hún á einum hinna
miklu hauga ungling, sem Jrar sat. Hann
leit út fyrir að vera á svipuðum aldri og
hún sjálf. — Svipur hans var harðúðlegur
og óvæginn. Og í leik hafði hann einhvern
tíma fengið högg af drykkjarhorni, svo að
hann hafði ör þvert yfir nefið
— Heil og sæl, skjaldmey! kallaði hann ti!
hennar. — Munt þú heldur ekki mæla vin-
samlegt orð við konungsson, er situr á haugi
föður síns og krefst réttar síns til arfs og óð-
als? Ólafur faðir minn og Eiríkur bróðir
hans voru samkonungar yfir öllu Svía-ríki.
— Hver er þá konungur nú, úr því að þú
ert það ekki? spurði hún.
— Nafn mitt er Björn, en ég er kallaður
Styrbjörn, mælti hann biturlega. — Þeir
vilja ekki taka mig til konungs né hylla mig
og lyfta mér á skjöldum. Nýlega ráku þeir
mig af þinginu með höggum og steinkasti,
vegna þess að þeir vilja ekki hafa svo ung-
an konung yfir sér.
— Er Eiríkur vitur konungur og öruggur
til sigurs? spurði hún og lagði spjótið þvert
yfir herðakamb hestsins, meðan hún beið
eftir svari. — Styrbjörn svaraði ekki, en
andlit hans varð dökkrautt og augun leiftr-
uðu af hatri, þegar hann spratt upp og
kreppti hnefana.
Þá mælti Hjálmdís:
— Nú sé ég á svip þínum, að Eiríkur er
vitur, réttsvnn og sigursæ!!, þess vegna er
hann rétti maðurinn til þess að ráða yfir
oss. En þú munt vera bæði drambsamur og
illur. Betra ráð mundi því vera fyrir þig, að
ganga á fund Eiríks konungs og biðja hann
um nokkur af stærstu skipum hans, og að
þú síðan héldir í víking.
Að svo mæltu sporaði hún hestinn og
reið heim að konungsgarðinum.
Styrbjörn hlýddi ráðum hennar. — Um
kveldið, þegar allir sátu inni á bekkjunum
í konungshöllinni, gekk hann fyrir kon-
ung. — Eiríkur konungur .sigursæli sat í há-
sæti. Hann var tiginmannlegur ásýndum og
gæddur mikilli karlmannlegri fegurð, þó að
liann væri sólbrenndur og veðurbitinn. —
Hann tók frænda sínum vtl og með snjöllu
máli lot'aði hann Styibirni ekki minna en
sextíu skipum vel búnum bæði að vopnum
og mönnum. — Stvrbjörn þakkaði honum
samt ekki með einu orði, heldur stóð þögull
með drembilegum kuldasvip álengdar.
Lengst burtu frá hásætinu við gaflvegg-
inn í öðrum enda hallarinnar stóðu tólf 'úr-
vals skjaldmeyjar. Hjálmdís var nýkomin í
flokk jieirra sem sú tólfia og yngsta. —
Margur gamall berserkur varð rnildur á
svíp og brosti, þegar honum varð litið á
æsku þeirra og fagran yfirlit. En skjald-
meyjarnar litu alls ekki við hetjunum. —
Þær ræddu sín á milli um vopn sín, hlífar
og önnur hertygi, og um hestana, sem biðu
þeirra krafsandi af óþolinmæði í hesthús-
unum fyrir utan.
Styrbjörn gekk til dyra án þess að kveðja.
En um leið og hann fór framhjá skjald-
meyjunum, sneri hann sér að Hjálmdísi og
mælti:
— Þungt mun það falla landflótta kon-
ungssyni að sitja einn á sætrjám um úfið
haf. — Komdu því og fylgdu mér, þú fagra
spjótmær!
Þá hlógu allar skjaldmeyjarnar, svo að
það hljómaði eins og foss að vorlagi, jregar
klakaböndin bresta.
— Skjaldmærin fvlgir engum. svaraði