Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 33
N. Kv.
DÆTUR FRUMSKÓGARINS
19
leik. En því lofaði hann sjálfum sér, að ef
hann ætti að láta líf sitt, hér, bá skyldi hann
deyja æðrulaus.
Á slíkum stundum, sem þessari, verður
mörgum það á, að hugsa til liðinna daga.
Þannig fór Járnhönd. Endurminningarnar
komu hver af annarri í liug hans. Ein af
þeim var minningin um Casötu, múlatta-
stúlkuna yndisfögru, sem gift var Marano.
Ast Járnhandar til hennar var alltaf jafn
fölskvalaus og áköf. Og sífellt hafði hann
borið þá von í brjósti, að hún yrði kona
sín um síðir. Nú var þessi von, eins og all-
ar aðrar, dauðadæmd. Draumur hans um
þessa undurfögru konu mundi aldrei ræt-
ast.
Járnhönd grunaði ekki, að á þessari
stundu var Casata stödd í einum indíánakof-
anum, aðeins nokkur hundruð skref frá
honum. Casata var vinkona Skógarblóms,
og hennar var gætt af gamalli indíánakonu,
sem nú gat frætt hana á því, að elskhugi
hennar og velgerðarmaður væri tekinn til
fanga og biði þess að verða kvalinn við
píslarstaurinn. Eréttin var reiðarslag fyrir
vesalings Casötu, en hún lét þó ekki hug-
fallast, heldur ákvað að vera vel á verði, ef
tækifæri gæfist til að verða Járnhönd að
liði.
Athöfnin við píslarstaurinn hófst nú með
því að indíánarnir slógu hring í kringum
bandingjann og hófu sinn villimannlega
dauðadans. Snögvar þeirra voru fyrirheit
um ægilegustu pintingar, sem honum voru
búnar. vesrna ofsókna hans eeon rauðskinTi-
um.
I miðjum dauðadansinunt lióf Járnhönd
upp rödd sína og rnælti:
,,Það er hverju orði sannara, að ég hefi
drepið marga stríðsmenn ykkar, og því skal
ég heita ykkur, að sleppi ég að þessu sinni,
þá skuluð þið, rauðu fantar. fyrst komast
1 náin kynni við mig “
Rödd hans kafnaði í æðislegum hrópum
mdíánanna. Ekki var annað sýnilegt en að
þeir mundu ráðast á bandingjann og rífa
hann í sig. En löngun þeirra til að sjá lífið
smám saman murkað úr honum, forðaði
Járnhönd frá bráðum bana.
Að dauðadansinum lokrunt hófu indíán-
arnir skothríð af bogum sinum, þannig að
þeir skutu allt í kringum höfuð Járnhand-
ar. Járnhönd lieyrði hvininn og fann þyt-
inn af örvunum. En taugar hans virtust
vera af stáli, því að þessi óhugnanlegi leik-
ur virtist ekki trufla sálarró hans á neinn
hátt.
Meðan þessu fór frant, stóð Casata ntan
við kofadyrnar, ásamt gæzlukonu sinni og
horfði nteð skelfingu á aðfarirnar. Hún t ar
náföl. Hana langaði mest til að kasta sér
í faðnt elskhuga síns og deyja með honum,
ef engrar hjálpar væri að vænta.
Indíánakonan virtist lesa hug hennar all-
an, og mælti illkvitnislega:
„Bíddu bara við, þetta tr aðeins byrjun-
in.“ Síðan taldi hún upp, með djöfullegu
glotti á vörunum, allar þær pyntingarað-
ferðir, sem hún þekkti.
Múlattakonan virtist lilusta á hana nteð
athygli.
„Mundir þú vilja kvelja einhvern á þenn-
an hátt?“ spurði hún.
„Já, sannarlega. Þeir ættu að fela mér
þetta starf, og f rumskógurínn mundi berg-
mála kveinstafina til eilíiðav," svaraði sú
gamla.
Þegar skothríðinni linti, geystist fram
hópur kvenna og barna mrð tengur á lofti.
Sú, er fyrst átti að kvel ja Járnhönd, var
ung og fögur ek 'ja. Hún aekk fram, og var
sem eldur brynni úr augum hennar.
„Komdu, fagra norn!“ æpti veiðimaður-
inn. ,,Ég hræðist ekki töngina þína.
Komdu, ég skal brosa við þér!“
í sömu andrá kváðu við sjakalaöskur ut-
an úr skóginum. ÖIlu sló í dúnalogn. Indí-
ánakonan nam staðar og lét töngina síga.
„Komdu bara!“ kallaði Járnhönd aftur
og hló við. „Þú barft ekkert að óttast. Eins
3*