Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 36
22
HUGLEIÐINGAR UM BÆKUR
N. Kv.
þess eins að fá yfirborðsþekkingu á efni
þeirra, heldur var það sanni nær, að menn
lærðu það, er þeir lásu.
Þessi kapplestur hafði að vísu sína ókosti,
því að margt var það misjafnt að gæðum,
sem á boðstólum var, en bókahungrið
spurði ekki að því. Og einn kostur fylgdi
þessu, menn vöndust á að lesa vel, þeir urðu
gagnkunnugir efni bókanna, og þeir ræddu
efnið sín á milli, dæmdu um söguhetjur og
leituðust við að skapa sér sjálfstæða skoðun
á efni bókarinnar. Að vísu hætti sumum til
að trúa um of á það, sem stóð á prenti. En
allt um það dylst mér ekki, að í þann tíma
var bókakostur þjóðarinnar henni rnikil-
væg menntalind og þroskaauki.
Nú síðustu áratugina hefir mikil breyt-
ing orðið á þessum viðhorfum. Bækur eru
nú almenningseign, og vandkvæðin engin
á afla þeirra. Um leið hafa þær hrapað úr
þeim virðingarsessi, sem þær áður skipuðu
í hugskoti alþjóðar. Og jafnframt skýtur
upp Jreirn skoðunum, að bókin sem bók sé
eiginlega lítils virði. Skal þetta rætt nokkru
gjörr.
Fyrir nokkrum árum létu tveir af mest
lesnu rithöfundum landsins til sín heyra
um bækur, og viðhorf sitt til þeirra. Það
voru þeir Davíð Stefánsson og Halldór
Kiljan Laxness. Ég geri ráð fyrir, að fáir
hafi veitt þessum ummælum verulega at-
hygli, af því að þau voru ekki birt í sérstök-
um bókmenntahugleiðingum. En þau eru
engu að síður athyglisverð, því að þau end-
urspegla viðhorf tveggja lífsstefna eða, ef
menn vilja heldur tveggja kynslóða.
í bók sinni, Dagleið á fjöllum, kemst H.
K. L. svo að orði í greininni um hús, þar
sem hann ber saman ,,slæm hús“ og „slæm-
ar bækur": ,,Og þegar maður er búinn að
lesa þetta, ef maður nennir þá að lesa það,
lætur maður bókina í eldinn eða gefur hana
á Alþýðubókasafnið, eða það geri ég að
minnsta kosti við bækur, þegar ég er búinn
að lesa þær.“
Enda þótt höfundurinn í upphafi máls-
greinarinnar sé að tala um „slæmar bæk-
ur“, þá virðist mér samt undiraldan í um-
mælum þessum vera dýpri lítilsvirðing á
bókunum og lesendum þeirra, en vænta
mætti af hinum óbókhneigðasta manni,
hvað þá af mikilvirkum rithöfundi. Og
ekki tekur betra við um afstöðu hins hátt-
virta höl undar um Alþýðubókasafnið og les-
endur bóka, því að liann telurnokkurn veg-
inn sama, hvort bókin er í eldinn látin eða
gefin bókasafninu, bókin, sem hann varla
nennir að lesa og vill ekki eiga, er fullgóð
handa þeim, sem safnið nota. Ég býst að
vísu við, að þessi orð hafi hrokkið úr penna
hins háttvirta höfundar í ógáti. Því að ef
þetta væri óbifanleg sannfæring hans, þá
mundi hann varla helga sig því starfi að
skrifa bækur.
En athugum nú ummæii Davíðs Stefáns-
sonar í „Sálmi bókasafnarans“ í kvæðasafn-
inu Að norðan:
„Eg veit ekki neitt, sem ég vildi heldur
en veita þeim aðbúð góða,
svo grandi þeim hvorki glóandi eldur
né guðleysi heimskra þjóða.
Eg sá ekki neitt á sjó né landi,
er seiðir meira og Ijómar
en hugsjónir þeirra, heilagur andi
og himneskir leyndardómar".
Ég held að erfitt reynist að finna meirí
andstæður en liggja í ummælum þessara
tveggja skálda, lítilsvirðinguna í orðum
Kiljans og lotninguna í kvæði Davíðs.
En þarna mætast ekki aðeins tveir menn
með ólíkar skoðanir og hugðarefni, þótt
báðir helgi sig bóklegri iðju. Heldur koma
þar fram, eins og fyrr segir, tvær lífsstefnur,
eða viðhorf tveggja kynslóða.
í kvæði Davíðs er lýst tilfiriningum og
viðhorfi til bókanna hjá þeirri kynslóð, sem
fáa átti úrkosti um bókaval og fyrr er getið,
og þó enn færra af öllumþeimvélrænuhlut-
um, sem einkenna hið daglega líf nútímans.