Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 39

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 39
N. Kv. HUGLEIÐINGAR UM BÆKUR 25 skáld og rithöfundar, gera oss, með per- sónum þeim, er þeir skapa, kleift að skilja margan samferðamanninn betur en ella, og átta oss á störfum hans og viðhorfum í íif- inu. Rithöfundurinn kafar til þeirra djúpa í sálu mannsins, sem flestum okkar er ókleift að ná án leiðsagnar hans. En bækurnar eru annað og meira en leið- arvísir fyrir marga af oss. Ef vér á annað borð höfum komizt í kynni við þær, getur naumlega lijá því farið, að vér í bókunum eignumst vini, sem verða oss kærir eins og mannlegar verur. Hún er ekki duttlunga- lynd, og liún er ætíð jafngjöful á gæði sín og fús að veita oss ánægju þá og fróðleik, sem hún á yfir að ráða. Ekki er hún heldur kröfuhörð um sambúðina. Þótt vér séum með ólund og fleygjum henni frá oss í fússi, þá er hún jafn ómóðguð næsta sinn, er vér grípum hana og leitum á fund hennar. Og sá maður, sem bækur liefir í kringum sig, er aldrei einn. Hann getur hvenær sem er „hvern til viðtals sér valið af vitringum liðnum“. Flestum, sem bækur eiga og lesa, fer svo fyrr eða síðar, að þeir eignist ein- hverjar slíkar eftirlætisbækur, sem þeir mega ekki af sjá né án vera. Þeim þykir um- hverfið snautt, ef bókin er ekki á sínum stað, eins og Iiaft er eftir séra Matthíasi, að sér fyndist líkt og bezta manninn vantaði á heimilið, ef Landnáma væri í láni. En gerir þá bókin engar kröfur til vinar síns og sambýlismanns? Vissulega gerir hún það, þótt þeim sé þannig farið, að vér get- um allir fullnægt þeim, ef vér viljum. Og svo eru þær kröfur vaxnar, að það að upp- fylla þær, eykur stórum á ást vora á bók- inni, og gerir oss hana enn meira ómissandi en ella. Enda eru kröfurnar þannig, að þær verða þeim mun rneiri, sem bókin er betri og hefir ágætari boðskap að flytja, en þá er líka enn Ijúfara að verða við þeim. Til þess að njóta bókar og efnis hennar, svo að hún verði oss kær vinur, verðurn vér að helga henni athygli vora óskipta meðan vér les- ------------------------------------------------j um hana. Vér verðum eftir megni að brjóta efni hennar til mergjar. hugsa um það fram og aftur og lesa á ný, ef oss þykir eitthvað torskilið í fyrsta sinn, og getur þá vart hjá því farið, að oss opnist nýir heimar og gef- ist ný ánægjustund. Vafalaust mál er það, að slíkur vandlegur lestur einnar góðrar bókar gefur oss meira í aðra hönd af and- legum verðmætum og eykur meira við þroska vorn en að hlaupa á hundavaði yfir tugi bóka, þótt jafngóðar séu, og fleygja þeim síðan frá sér í ruslakistuna. Þá kem ég aftur að því, sem áður var á drepið, hvernig mér þættu líkur allar benda jtil, að stefna manna beindist frá hinni kyrrlátu, rólegu hugsun í samfélagi bók- anna til hins vélgenga hraða kvikmyndar og útvarps. Enginn skilji þó orð mín svo, að ég vilji kasta rýrð á þau merkilegu menn- ingartæki. Þau hafa áreiðanlega sitt hlut- verk að vinna í heiminum En sarnt er þó ver farið en heima setið, ef þau gera mann- inn um of vélrænan og svæfa sjálfstæða hugsun þeirra eða svipta þá þeirri þroska- bót, sem það er, að brjóta viðfangsefni til mergjar með hugsun í einrúmi. En á þessu er mikil hætta. Ég geri ráð fyrir, að öllum yður, er þetta lesið sé kunnugt, hversu ein- stakir stjórnmálaflokkar og heilar þjóðir nota kvikmyndir og útvarp til framdráttar og áróðurs fyrir máli sínu. Vér erum öll áheyrendur þess daglega í stríðsfréttaflutn- ingi ófriðarþjóðanna. Með þessum áhrifa- miklu tækjum hefir og tekizt að skapa öfl- ugri og stórkostlegri múgæsingar en nokk- ur dæmi eru til fyrr í sögu mannkynsins. Og þetta tekst af því, að hraðinn er svo mik- ill, að áheyranda og horfanda gefst ekkert tóm til að hugsa, eða brjóta til mergjar það, sem honum er flutt. Hann sér einung- is litsterkustu myndirnar og heyrir hæstu upphrópanirnar, og verður gripinn af hrifningu augnabliksins og sefjast af henni. Á jrenna hátt hefir öfgastefnum nútímans tekizt að vinna fótfestu, og það meðal hinna 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.