Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Blaðsíða 42
N. Kv.
Bækur.
Jón Sörensen: Friöþjóis saga Nansens.
íslenzkað hefir Kristín Ólafsdóttir lækn-
ir. Útg. Isafoldarprentsmiðja. Reykja-
vík 1Q43.
Það er alkunna, að fáar bækur eru væn-
legri til gagnsemdar en ævisögur ágætis-
manna, ef vel eru sagðar. Bók sú, er hér um
ræðir, er saga eins hins ágætasta manns, er
Norðurlönd hafa alið síðustu mannsaldr-
ana. Manns, er sameinaði afburða gáfur,
líkamlega hreysti og frábært þolgæði, en
var þó umfram allt drengur góður. Frið-
þjófur Nansen vann afrek, sem duga
myndu til heimsfrægðar, bæði sem land-
könnuður, í vísindum, stjórnmálum og
mannúðar- og friðarstörfum. Hvar sem
hann gekk að verki, voru afrek unnin, og
hann var ætíð sigurvegarinn. Honum tókst
jafnfarsællega að brjóta sér leið um Græn-
landsjökla og ísauðnir norðurhafsins, og að
vinna stjórnmálasigra til handa landi sínu
og þjóð, og að síðustu til að rétta þeim
hjálparhönd, er sárast voru leiknir eftir
hildarleik síðustu heimsstyrjaldar.
Um þetta allt fáum vér lesið í ævisögu
þessari, sem úr kom fyrir síðustu jól. En
hún sýnir líka hvers vegna Friðþjófur Nan-
sen var svo sigursæll í starfi sínu, „hann bar
sigur úr býtum vegna látlausrar þjálfunar,
strangrar vinnu og ódrepandi þrautseigju“.
Mörgum manni fer svo, sem gæddir eru
jafnfjölhæfum gáfum, að hann fer í mola,
líf hans verður ekki annað en sundurlaus
baugabrot. Friðþjófur Nansen var gæddur
þeim skaphafnarstyrk, að halda sér svo fast
að hverju viðfangsefni, að það yrði unnið
til fullrar hlítar. Lesandanum virðist oft,
að hann hafi tekizt á hendur ofurmannleg
viðfangsefni, en aldrei uxu þau honum yf-
ir höfuð, heldur óx hann með þeim.
Hér skal ekki dómur lagður á hversu
ævisöguhöfundinum hefir tekizt að sýna
söguhetjuna, en ég býst við að fiestum fari
líkt og mér, að þeim þyki bókin of stutt, þá
fýsi að vita meira, en vitanlega verður aldr-
ei nein saga sögð svo, að allra kröfum sé
fullnægt. Höfundurinn gefur skýra mynd
söguhetjunnar, og lesandinn hrífst með
fullur aðdáunar og samúðar.
Engum hygg ég þó hollara að lesa bók
þessa en æskumönnum. Hún ætti að geta
verið þeim leiðarstjarna og hvöt til dáða og
drengskapar. Og þegar vér kynnumst ævi
og starfi Nansens, þá vekur það eigi furðu,
þótt þjóð sú, er hann hefir alið, sýni aðdá-
anlegt þrek og þrautseigju í hörmungum
þeim, er yfir hana hafa dunið. Slíkir kvistir
spretta ekki af rótfúnum meiði.
Það eru margir nú, sem láta sér fátt finn-
ast um það flóð þýddra bóka, sem á mark-
aðinn kemur og það ekki að raunalausu.
En bækur, sem ævisaga Nansens, eru feng-
ur íslenzkum lesendum, og óskandi væri að
fá fleiri ævisögur ágætismanna frændþjóða
vorra á Norðurlöndum.
Guðbjörg Jónsdóttir trá Broddanesi:
Gamlar glæður. Reykjavík 1943. Útg.
ísafoldarprentsmiðja.
Þetta er mikil bók að vöxtum og flytur
hún endurminningar höfundarins, frá því
hún var að alast upp norður á Ströndum á
seinni hluta sl. aldar. Bókin flytur nákvæm-