Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 46
32
VITASTÍGURINN
N. Kv.
sparnaðardútl, drengur minn, á annarri
eins hátíðarstund, hö-hö.“
Kröger fór um allt og kveikti ljósin. Þeg-
ar hann kom að litla blómabyrginu, stóð
hann við, andartak, með höndina á snerl-
inum. Það var eins og hann hikaði við að
opna það.
„Ekkert snuð, Kröger. Það á að vera ljós
í hverjum krók og kima, svo að við gerum
hér rækilega hreint og loftgott!"
Kröger opnaði snöggt dyrnar. Hann fór
inn og kveikti ljósið. sem féll með mjúk-
um, skærum bjarma yfir fíngervu húsgögn-
in hvítu. Þegar hann kom út þaðan aftur,
staðnæmdist hann á miðju gólfi og Iitaðist
lengi um....
„Þetta er í rauninni skynsamlegt, Gott-
lieb.“
„Já, víst er það skynsamlegt, á því leikur
enginn vafi. Nú veltur alit á jrví, hve vel
okkur tekst að komast að einhverri niður-
stöðu um það, á hvern hátt við getum bezt
og hagkvæmast varið því, sem eftir er af
dægrinu. Látum oss athuga tímamælinn,
hann er aðeins sjö. Enn hcfum við margar
stundir fram að dögun, hö-hö-hö!“
„Já, þannig reiknuðum við alltaf í æsku,“
svaraði Kröger brosandi.
„Einmitt. Þú manst víst, að boðsbréfið
hljóðaði ætíð þannig: , L’hombre með óra-
tóríum að meðtöldum glasa-hljóm og alls-
nægtahorna-sóló,“ hö-hö-hö! Nú verðum
við að ná í Sören gení og biðja hann að
fara í þykka vetrarfrakkann minn og koma
hingað yfir um, eins fljótt og hann getur.
Honum getur vonandi ekki orðið illt af
því?“
„Nei, en það er orðið nokkuð áliðið til
að bjóða gestum í samkvæmi."
„Erum við þá orðnir gamalmenni, sem
verðum að skreiðast í bólið klukkan átta á
kvöldin?“ spurði Gottlieb.
„Þú veizt, að maður fær bezta blundinn
fyrir miðnætti," sagði Kröger kímilega.
„Þess vegna fer ég heldur aldrei á fætur
fyrr en hálf eitt, hö-hö-hö! Hlustaðu nú á
uppástungu mína: Fyrst skulum við nú
ýta við Sören gení og mjaka honum af stað,
og því næst skulum við reyna að fá ljósber-
ann þarna efra til að koma ofan eftir.“ Gott-
lieb benti í áttina til vitans.
„Stolz vitavörð? £g þekki hann svo lít-
ið,“ sagði Kröger og brosti.
„Það gerir ekkert til. Adam Stolz er vin-
ur minn, þér mun einnig brátt verða hlýtt
til hans.“ Kröger sat hugsi urn hríð. Þetta
kom nokkuð óvænt, — þessi uppástunga
Gottliebs, um að bjóða gestum, en loksins
sagði hann:
„Ég hefi aldrei áttað mig almennilega á
jDessum vitaverði; það er alveg eins og öldu-
gangur lífsins nái ekki upp til hans þarna í
turninn. Jafnvel þótt ofviðri sé hér neðra,
virðist aðeins lireytast ofurlítill úðaslitring-
ur á gluggarúðurnar hans, og það sígur
hægt niður aftur og hverfur."
„Einmitt. Það er ágæt samlíking, Kröger,
það lýsir manninum algerlega. Það er ann-
ars enginn lifandi maður í þessu blessaða
hreiðri okkar hérna, sem hefir veitt Adam
Stolz nokkra eftirtekt sökum þess, hve hæg-
fara og hljótt Iiann fetar gegnum lífið. Þeg-
ar bezt lætur, munu flestir telja hann ósköp
hversdagslegan vegfaranda; en hann er í
rauninni mesti heimspekingur."
„Heldurðu það virkilega?" spurði Kröger
með áhuga.
„Hann lifir í lriði við sjálfan sig og allan
heiminn," sagði Gottlieb alvarlega. Kröger
stóð upp. Hann brosti svo hlýtt og innilega
til hans, að Gottlieb virtist hann verða tíu
árurn yngri.
„Þann mann verðum við að ná í, Gott-
lieb. í friði við sjálfan sig. . . . Það er ekk-
ert smáræði í lífinu. . . . Náðu í hann, Gott-
lieb, segðu honum, að nú geti víst kunnátta
hans frá hjúkrunarnámsskeiðinu komið að
haldi.“
„O, ég þarf víst ekki að segja neitt, hann
skilur Jrað óefað, hvort sem er. Hann hefir