Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 52

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Side 52
38 VITASTÍGURINN N. Kv- „Sælir Stolz. Það er kotroskinn snáði, sem þér eigið hérna!“ Hann klappaði á kollinn á Roosevelt. „Æ já, hann er víst allt of kotroskinn," sagði Stolz og hló; „en gerið nú svo vel að koma inn, læknir.“ Kröger læknir fékk nú þurra sokka til skiptanna og glas af Adams gamla genever. Það var svo hlýtt og vistlegt inni í „stór- stofunni" í vitanunr, þrátt fyrir að nú var að rjúka upp með ofviðri fyrir utan. Storm- urinn geistist ýlfrandi umhverfis vitann, og rigningin lamdi rúðurnar og rann í smá- lækjum niður eftir þeim. „Það er hvasst á sjónum í kvöld,“ sagði Adam. „Það er furða, hvað þess verður lítið vart, hérna upp frá,“ sagði Kröger. „Já, hérna inni, læknir, en ef þér færuð ofan á Tangann, þá —-----“ Læknirinn sat í stóra hægindastólnum. Hann þurfti að hvíla sig ofurlítið, áður en hann færi inn til sjúklingsins. Hann litaðist um í stofunni: Þar var svo barnalegt sambland af nýju og görnlu, að honum varð á að brosa. Hin gömlu höfð- inglegu húsgögn frá dögum afa admíráls voru með greinilegum hefðarsvip og héldu sig öðrum megin í stofunni, en flos-legu- bekkur Fíu með hekluðu hnakka-hlífinni, stóð feimnislega úti í horni. Á dragkistunni stóð lítil Kristmynd hvít, gulur kanarífugl í gylltu búri og ýmislegt annað smádót, svo að dragkistan með öllu þessu dóti minnti helzt á altari í kaþólskri sveitakirkju. I stof- unni var einkennilega sætur ilmur: Það var kóngareykelsi á ofninum! — „Kóngareyk- elsi!“ Nafnið eitt minnti hann á löngu liðna tíma: Æskuheimilið á prestssetrinu á sunnudögum, þegar pabbi kom brosandi úr kirkju að lokinni guðsþjónustu. Þá safn- aðist öll fjölskyldan saman í „beztu-stof- unni“ stóru, og mamma hafði lagt kónga- reykelsi á ofninn. Það lagði annarlegan helgiblæ um allt húsið, því að ilminn af reykelsinu lagði um öll göngin, inn í her- bergin og alla leið fram í eldhús. Sams konar kornum, rauðum, bláum og hvítum var einnig stráð á ofninn héma. Þegar hann var lítill drengur eins og Roose- velt, hafði honum verið talin trú um, að þetta væru fræ, sem myndu vaxa, væri þeim sáð í moldina. Og þá spryttu upp af þeim rauð, hvít og blá blóm, sem ilmuðu svo inn- dælt. — — — Síöan gekk hann inn til Benediktu. Hún lá í litla rúminu sínu og starði undrandi á lækninn stórum, hitagljáandi augum. Fía var á sífelldu stjái og tók til í herberginu. Hún var þögul og hljóð í dag. Læknirinn skoðaði nú Benediktu ræki- lega; hann hlustaði brjóst hennar, tók litlu höndina og athugaði æðasláttinn. Þetta var lungnabólga. „Hve lengi hefir hún verið veik?“ spurði læknirinn. „Fía hefir nú vakað yfir henni í fimm nætur,“ sagði Adam. „Fimm dægur?“ Læknirinn varð alvar- legur á svipinn. „Hún vildi ekki láta neinn annan vaka,“ sagði Adam. „Þið hefðuð átt að senda eftir mér fyrr,“ sagði læknirinn. „En nú skuluð þér fara og leggja yður út af, frú. Ég verð hér í nótt ásamt Stolz.“ Orð hans hljómuðu eins og skipun, og Fía skildi, að hér tjáði ekki að malda í móinn. Hún sat enn ofurlitla stund við rúmið og hélt í höndina á Benediktu og þerraði svitann af enninu litla. Réttáeft- ir fór hún hljóðlega út úr herberginu. Adam fylgdi henni með augunum. Þannig hafði hann aldrei séð Fíu, en þau höfðu lieldur aldrei misst neitt barn---. „Eigið þið til vatnshelt léreft á heimil- inu?“ spurði læknirinn. „Við verðum að reyna heita bakstra." „Ég skal spyrja Fíu,“ sagði Adam og hljóp fram. í sama' vetfangi var Fía komin í dyrnar.

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.