Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 61

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Page 61
N. Kv. SUMARFRÍ GREIFAFRÚARINNAR 47 inn, raðaði blómunum, sem liún hafði keypt á Torginu um morguninn, fór svo inn og bjó um rúmið sitt, sem hafði legið uppbreitt tiFað viðrast, þurrkaði af öllum glösunum og myndunum með röku þvotta- skinni, bætti í ofninn, setti upp vatn í teið, brúnaði nokkrar brauðsneiðar, elti smjör- kúlur, opnaði marmelaði-dós — og reif sig ofurlítið á fingrinum — hreinsaði úrgangs- fötuna með sjóðandi vatni, fágaði vatns- kranann og fór svo út til að ljúka upp, er hringt var á forstofudyrnar. en hún fór fyrst úr stóra sloppnum og tók af sér klútinn. Úti á forstofu-tröppunum stóð vinkona hennar, barónsfrúin. Greifinnan hjálpaði henni úr yfirhöfninni. „En ég skil ekkert í þessu!“ sagði baróns- frúin, „ég hélt, að þú hefðir farið í hress- ingarferð í ár eins og venjulega." „Ég hefi líka gert það, eins og venju- lega!“ sagði greifinnan og gekk út í litla, snotra eldhúsið til að sækja tebakkann. Vinkonan hneig niður í stól og litaðist um í litlu stofunni. Greifinnan bar inn te- ið, smeygði á sig ofnhanzka og dundaði dá- lítið við ofninn, setti reykelsis-topp á sjóð- heita plötuna, sótti vindlinga og eldspýtur og öskuskál og kom ioksins með sjóðandi ketilinn. „Já, en hefirðu alls ekki farið neitt burt?“ sagði barónsfrúin og tók fyrir sig af brún- aða brauðinu og marmelaði. „Nei, aðeins hingað,“ sagði greifinnan og hellti á tepottinn, hann var úr gljáandi leir, og bollarnir voru ósköp blátt áfram. „Já, en hvar hefirðu allt þjónustuliðið þitt?“ spurði barónsfrúin. „Heima,“ sagði greifafrúin og setti ket- ilinn á ofninn. „Hvern hefirðu þá til að þjóna þér?“ spurði barónsfrúin. „Enga lifandi sál!“ sagði greifinnan, „bara strák, sem sækir eldivið og tæmir skólpfötuna. Nú er víst teið orðið nógu sterkt, má ég hella upp í?“ „Já, þakk,“ sagði barónsfrúin og rétti fram bollann. „En segðu mér: Hvers vegna í allra heilagra nafni ertu að öllu þessu striti í stað þess að lifa þínu venjulega og þægilega lífi?“ Greifinnan brosti og strauk hárið aftur á við, hún var rjóð í kinnum og leit glöð og hraustlega út. „Ég skal segja þér,“ sagði hún, „einu sinni á ári verð ég að fá að njóta lífsins!“ JÓN MAGNÚSSON írá Höénastöðum: Vorvísur. (Ortar 1939). Gleðin rís um byggð og ból bráðnar ísinn fjalla. Vorsins dís í veldisstól verold hýsir alla. Æðsta sæti alvalds þrá eygló lætur skína. Lifnar kæti lýðum hjá langar nætur dvína. Vetrar grandið færist fjær. Friðar bandi gróinn sunnan andar blíður blær bæði um land og sjóinn. Bægist hríð á banaveg, blómin skríða úr dvala, geisla prýðin guðdómleg gyllir hlíð og bala.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.