Nýjar kvöldvökur - 01.01.1944, Qupperneq 66
XII
AUGLÝSINGAR
N. Kv.
ISLENZKAR ÞJOÐSOGUR
I-III
Safnað hefir
Einar Guðmundsson
Fást hjá bóksölum og útgefanda
H.F. LEIFTUR
NÝSTÁRLEG BÓK!
VÖRÐUBROT
EFTIR JÓNAS GUÐMUNDSSON, FYRRV. ALÞM.
Um mörg undanfarin ár hefir gervöllu mannkyni verið komið mjög á óvart með for-
spám þeirra mörgu, mikilhaefu vísindamanna, er lagt hafa fyrir sig rannsóknir á Pýra-
mídanum mikla. Með svo furðulegri nákvæmni, að ekki hefir skeikað um dag, hafa
verið sagðir fyrir ýmsir örlagaríkustu atburðir yfirstandandi tíma. Þetta viðurkenna
allir, enda er ekki hægt að bera brigður á það, hvaða skýringar, sem menn svo aðhyll-
ast á þessu að öðru leyti.
í hinni nýútkomnu bók Jónasar Guðmundssonar er gefið yfirlit yfir þá merku spá-
dóma, sem þegar hafa rætzt. Auk þess eru svo raktir spádómar pýramídafræðinganna
varðandi framtíðina, einstaka atburði styrjaldarinnar, endalok hennar og þróun málanna
að ófriðnum loknum.
Meðal þess, sem sagt er fyrir í spádómunum, eru mjög örlagaríkir atburðir, er ske eiga
á þessu ári. Þeir eru sagðir fyrir upp á dag, og gefst mönnum því gott tækifæri til að
sanrtreyna giídi spádómarma af eigin raun.
Bók Jónasar er ágæta vel rituð og bráðskemmtileg aflestrar, eins og. vænta má frá
hendi þess höfundar. Hún er 320 bls., prentuð á góðan pappír og kostar óbundin aðeins
kr. 25.00. Eignizt þessa bók o£ kynnið yður hið merkilega efni hennar.
BÓKAÚTGÁFA GUÐJÓNS Ó. GUÐJÓNSSONAR