Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 8
44
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
N. Kv.
því svo, að hvort sem ég vann á nótt eða
degi, hafði ég oft lítinn svefn vegna þess,
hve oft ég var vakinn til að lagfæra ein-
hverja smávegis bilun.
Magnús Þórarinsson var ágætis maður,
og líkaði mér mjög vel við hann. Hann var
hugvitsmaður og smiður góður á tré og
járn. Þessi ár, sem ég var hjá honum, var
hann sífellt við smíðar. Oftast var hann þá
að búa til mót (,,módel“) af einhverri vél,
sem hann var þá að finna upp. Það var
honum mikill bagi, að hann kunni ekki að
teikna. Varð hann því að smíða hluti þá,
eða mót af þeim, sem hann hafði í huga og
var að þrauthugsa út, og eyddi hann í þess
háttar bæði miklum tíma og efni. Þá var
hann að fullgera dúnhreinsunarvél þá, sem
hann fann upp, og tókst honum að selja
nokkrar þeirra. En þá hafði hann líka smíð-
að margar smávélar sem ,,mót“, og þær
geymdi hann í hlaða uppi á hlöðubitanum.
Hefði hann kunnað að teikna, mundi hann
hafa getað sparað sér mestalla smíði af þessu
tagi.
Einni vél man ég eftir, þeirra, sem hann
hafði sjálfur fundið upp og smíðað. Var
hún til að beygja kambavír og var öll úr
járni. Var þetta mesta völundarsmíð, og
tæplega stærri en helmingur venjulegrar
saumavélar. Þurfti ekki annað en að stinga
vírnum inn í gat, sem var hæfilega vítt fyrir
hann, og snúa síðan sveif vélarinnar. Dró
hún svo vírinn í sig og beygði liann rétti-
lega, klippti hann síðan sundur og fleygði
honum frá sér. Og svo fljótvirk var hún,
að beygja mátti þúsund lykkjur á klukku-
stund.
Þá átti hann einnig skrá eina, sem hann
hafði smíðað. Hún var þannig gerð, að
enginn gat opnað hana, nema lært hefði
það sérstaklega. Þótt lyklinum væri snúið
á ýmsa vegu, stoðaði það ekkert, og mátti
snúa honum í það óendanlega, án þess að
læsingarjárnið hreyfðist, væri ekki viðhöfð
sérstök og rétt aðferð. Til þess að skráin
opnaðist þurfti að snúa fimm heila snún-
inga, en þar á milli þurfti að snúa lyklinum
nokkrum sinnum til baka, en þá ekki heila
snúninga. Hver snúningur gerði ákveðinn
smell, og eins snúningsbrotin til baka, og
þessa smelli þurfti maður að þekkja.
Páll bróðir Magnúsar hafði farið til Eng-
lands tvisvar eða þrisvar sinnum. Og í síð-
ustu ferð sinni hafði hann farið með skrá
þessa til að sýna hana og reyna að selja hana.
En hann kom með hana heim aftur. Hafði
banki einn viljað kaupa skrána, en til var-
tiðar lét hann sérfræðinga skoða hana og
segja álit sitt um hana. Höfðu þeir lokið á
hana mesta lofsorði og dáðst að henni sem
listasmíði. En þeir voru hræddir um, að
æfðir innbrotsþjófar gætu stungið hana
upp. Þess vegna varð ekki af kaupunum.
En bankinn bauðst til að kaupa hana og
gefa fyrir hana 2000 krónur, væri henni
breytt þannig, að ógerningur væri að stinga
hana upp.
Nú var Páll í Englandi í síðasta sinn.
Var hann þá að kvænast Lissý. Þegar hann
fór, var Magnús ekki búinn að breyta
skránni. En hann ætlaði að gera það og
senda svo Páli hana út. Það var fáum dög-
um eftir, að ég kom til Magnúsar, að hann
byrjaði að vinna við skrána. Mér er tími sá
mjög minnisstæður. Sennilega er það mest
sökum þess, að þá þekkti ég Magnús lítið,
og hélt ég stundum um þær mundir, að
hann væri að verða geggjaður. Hann var í
smiðju sinni daginn á enda og dag eftir
dag í þrjár vikur, gætti hvorki matmálstíma
né háttatíma. Virtist hann enga hugmynd
hafa um það, sem gerðist umhverfis hann.
Hann vann og hugsaði og kvað í sífellu
sömu vísuna, án þess að vita, hvað hann
var að kveða. En vísan er svona:
Hún gat séð af hundsfylli.
Hún gat lánað rúmbæli.
Hún var svona hress við veg.
Hún var kona rausnarleg.