Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Blaðsíða 15
N. Kv.
ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR
51
færari en áður um að skaprauna mér. Ot-
uðu þeir að mér brennivíni í sífellu, en
ég vildi aldrei drekka. Á þeim árum mun
ég tæplega hafa þekkt bragðið af brenni-
víni. En ég hafði séð, hvaða áhrif það hafði
á aðra, og þótti mér það ekki til eftirbreytni.
Heima hjá foreldrum mínum þekktist ekki
áfengisnautn. Faðir minn drakk aldrei. Þó
man ég það, að er hann kom úr kaupstað,
sem ekki var nema tvisvar á ári, þá kom
hann vanalega með eina flösku af brenni-
víni. Þá var það siður að gefa „kaupstaðar-
kaffi“. En það var kaffi með hagldabrauði,
sem keypt var aðeins í því skyni að hafa
með kaupstaðarkaffinu. Og út í það var
fullorðna fólkinu gefið brennivín. Var
mældur einn matspónn handa fullorðnum,
en teskeið handa okkur krökkunum. En
síðan var brennivínsflaskan geymd og ekki
snert, nema þegar einhverjir vinir pabba
komu; þá gaf hann þeim ætíð eitt staup
út í kaffið. Ég hafði þó nokkrum sinnum
séð fulla menn og var æfinlega hræddur við
þá. En þetta var nú útúrdúr.
Víkur nú sögunni til Björns og Ólafs
í hólmanum. Þeir þurftu auðvitað að fá
sér góðan sopa á eftir matnum, og þeir
reyndu enn á ný að neyða víni ofan í mig.
En er það heppnaðist ekki, tóku þeir að
hvíslast á um eitthvað góða stund. Eftir það
segja þeir mér, að þeir séu að liugsa um
að synda þarna austur yfir ána. En eins
og þegar er getið um, féll áin þarna í þröng-
um og straumhörðum stokk, sem enginn
hefði komizt lifandi úr, hversu góður sund-
nraður, sem verið hefði. Mundi áin á svip-
stundu hafa borið þá undir ísinn. Ég reyndi
því að telja þeim trú um, að þetta væri eng-
um manni fært, og færi þeir að reyna þetta,
væri það sama sem að fremja beint sjálfs-
tnorð. En þeir aðeins espuðust við þetta.
Reyndi ég nú með öllum hugsanlegum ráð-
Um að aftra þeim frá Jressu, en ekkert dugði.
Tóku Jreir að klæða sig úr fötunum, og
loks stóðu þeir alstrípaðir á skörinni. En
þeir hikuðu sér við að steypa sér í ána. Þó
voru þeir ófáanlegir til að hætta við þetta
og fara í fötin aftur. Ég þjarkaði lengi við
Jrá urn þetta, og seinast var ég orðinn svo
reiður við þá, að ég sagði Jreim, að þeir
mættu fara til fjandans fyrir mér, og að
ég ætlaði ekki að standa hér lengur og
horfa á þá drepa sig. Síðan hljóp ég til
hestanna, batt einn hest aftan í hvern sleða
og flýtti mér af stað suður ána með þá alla.
Gerði ég þetta í Jreim tilgangi að sjá, hvort
Jreir myndu ekki vitkast ofurlítið, Jregar
Jreir sæju, að mér væri alvara að yfirgefa
Jrá, og síðan hypja sig í fötin aftur.
Þetta hafði líka sín tilætluðu áhrif. Þegar
ég var kominn spölkorn suður fyrir hólm-
ann, sneru Jreir aftur frá vökinni og fóru
nú að kalla í mig. í fyrstu sinnti ég ekki
kalli Jreirra. Hugsaði ég mér að lofa þeim
að vorkennast og sjá, að mér væri alvara.
En er ég sá, að þeir voru farnir að klæða
sig í fötin, sneri ég aftur til að sækja Jrá,
Jrví að ég vissi, að þeir voru ekki færir um
að ganga þennan spöl. Þegar ég kom til
Jreirra aftur, voru þeir hálf-gi'átandi og
skjálfandi af kulda, sem og ekki var furða,
Jrví að sjálfsagt hafa Jreir staðið allsberir í
fulla hálfa klukkustund. Bjó ég síðan um
Jrá, hvorn á sínum sleða, lét Jrá leggjast fyrir
og breiddi ofan á Jrá kápur þeirra. Og nú
sagði ég þeim, að ef Jreir hreyfðu sig nokkra
vitund, mundi ég skilja þá eftir og halda
áfram mína leið. Síðan hélt ég áfram með
hesta og sleða tengda saman. Sofnuðu karl-
arnir fljótt og sváfu lengst af suður ána.
Áætlað hafði verið að komast heim um
kvöldið; en nú hafði ferðin gengið svo
seint, að komið var myrkur, er við vorum
á móts við Grenjaðarstað. Ég treysti mér
því ekki að leggja á Þegjandidal í myrkri
með Ólaf sofandi á sleðanum, því að ekki
veitti af, að maður með öllum kröftum og
fullu viti væri með hvorum sleða. Þe°;ar í
hliðarbrattann kom og undanhald, þurfti
að hafa taugar í sleðanum og halda vel í
7*