Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Side 20
56
SVEINN SKYTTA
N. Kv.
Svíarnir drepa á dyr,“ mælti liann ánægju-
lega, „enn er allt með kyrrð og spekt fyrir
utan, og þau hin komast óefað undan heil á
húfi, því að ekki getur höfuðsmaðurinn
svikið þau, meðan Ib er nærstaddur. Og
enginn hefur séð þau fara héðan.“
„Nema ég,“ var sagt úr skotinu hjá lok-
rekkjunni, og er Sveinn leit forviða við, sá
hann ókunna manninn, er setið hafði þög-
ull og rólegur á hálmstólnum og ekki látið
á sér bæra, meðan því fór fram, sem á und-
an er gengið.
Sveini varð það fyrst fyrir að grípa ósjálf-
rátt til skammbyssunnar í belti sínu, en er
honum varð litið á fölt og góðlátlegt andlit
hins ókunna manns, sleppti hann skamm-
byssunni og gekk til mannsins.
,,Hver djöfullinn sjálfur eruð þér?“
spurði hann forviða, „og hvernig eruð þér
hingað kominn?"
„Ég hef setið hér í allt kvöld,“ svaraði
ókunni maðurinn, „og kom hingað í erindi
til þín, Sveinn Gjönge."
„Já, það verður nú að bíða um hríð,“
mælti Sveinn, „því að rétt núna í svipinn er
um að gera að komast á brott. Eruð þér
danskur maður?“
„Það heyrirðu sennilega á mæli mínu.“
„Því miður!“ svaraði Sveinn, „ég heyri
svo marga mæla á danska tungu, án þess að
þar fylgi hugur máli. Annars átti ég við,
að séuð þér ekki á bandi Svía, væri það
léleg meðmæli fyrir yður að láta hitta yður í
þessu húsi.“
„Við verðum þá samferða."
„Þá það, þótt ég kunni því ætíð.bezt að
vita, hvern ég hef fyrir mér, enda er hand-
iðn mín af því tagi, að ég þarf á varkárni að
halda, skal ég segja yður, ókunni maður!
Það hafa kringumstæðurnar kennt mér.“
Sveinn virti manninn fyrir sér sem allra
snöggvast og var í vafa um, hvað gera skyldi.
Síðan gekk hann inn í lokrekkjuna og sótti
þangað tvær rekkjuvoðir og nokkra ullar-
sokka.
„Sjáið þér nú til,“ mælti hann, „vefjið
þessu utan um yður og færið yður í sokka
utan yfir skóan, og þá munum við geta far-
ið fram hjá Svíunum á tíu skrefa færi, án
þess að okkar verði vart, og síðan skal ég
fara með yður þangað, sem þér getið borið
fram erindi yðar óhultur."
Maðurinn hlýddi þessu. Síðan slökkti
Sveinn á ljósspæninum og læddist út um
dyrnar og hlustaði þar um hríð, en kallaði
síðan á ókunna manninn, og héldu þeir svo
af stað burt frá húsinu.
Sveinn fór eftir götustíg, sem von bráðar
lá ofan í einn hinna djúpu skurða, sem um-
girtu hin konunglegu veiðisvæði og að-
greindi þau frá engjum herrasetranna. Báð-
um megin skurðanna voru gróðursett tré og
runnar, sem breiddu greinar sínar út yfir
þá frá báðum hliðum, og svo var að sjá, sem
vegir þessir væru alloft notaðir á sama hátt
og í nótt, því að snjórinn var mjög troðinn
og ruddur vegurinn.
„Þér verðið annað hvort að ganga á und-
an mér, eða helzt þó við hlið mér,“ hvíslaði
Sveinn, „svo að ég lrafi sem mesta ánægju
af samfylgd yðar.“
Ókunni maðurinn hlýddi jressu þegar.'
„Er langt þangað, sem þú hefur hugsað
þér að leita að fylgsni?"
„Nei, aðeins stuttur spölur enn, og alla
leið eftir skurðinum, unz við komum
þangað."
Er þeir komu til skógarins, stökk Sveinn
upp á garðinn og mælti:
„Komið hingað og takið í liönd mína, svo
að ég geti hjálpað yður upp. Nú erum við
öruggir eftir að komið er inn í skóginn;
hér í kjarrinu geta óvinirnir ekki fundið
neina leið í myrkri, og að minnsta kosti er
ég hér allra manna kunnugastur. Setjist þér
nú hérna á steininn og varpið mæðinni, áð-
ur en við höldum áfram.“
„Ég þykist sjá í nótt, að þú eigir hvorki
næðissama daga né neitt sældarlíf við að
búa,“ mælti maðurinn, „og méi er farið að