Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1951, Page 21
N. Kv. SVEINN SKYTTA 57 verða ljóst, að þér myndi hafa verið tiltölu- lega auðvelt að koma ár þinni betur fyrir borð og róið langt áleiðis í henni veröld.“ „Jæja, ef til vill, en á hvern liátt þá?“ „Þú ert duglegur hermaður." „Æ, til þess þyrfti ég að vera eðalborinn nraður, þar sem það eru aðeins aðalsmenn, -sem komast eitthvað áleiðis á þeirri braut.“ „Þannig er það hérlendis; en þti gætir leitað fyrir þér í erlendri herþjónustu.“ „Hjá hverjum?" „Hjá þeim, sem voldugastur er, Sveinn Gjönge! Því að hann mundi bezt geta laun- að þér að verðleikum. Og þar eð nú eru það Svíar, sem voldugastir eru, mundi ég ^ð mínu viti helzt kjósa þá.“ „Ekki væri það ólíklegt,“ svaraði Sveinn háðslega, „og það því frekar, sem þeir hafa lýst mig útlægan og lagt fé til höfuðs mér. Þér munduð þá í mínurn sporum ganga í •sænska herþjónustu?" bætti hann við með tilgerðar kæruleysi. „Já, vissulega." „Æjæja, en ef þeir vildu nú ekki hafa mig?“ „O, hver veit.“ „Auk þess þekki ég engan þann, er ég gæti leitað til.“ „Sé þetta ásetningur þinn, munum við alltaf finna einhver ráð.“ „Ráðið þér mér þá heilt, fyrst þér hafið fitjað ujrp á þessu.“ ,Þú ætlar þá að hugsa um þetta í alvöru?“ „Já, hvers vegna ekki?“ „Satt er það; auðveldara er að svara hvers vegna, heldur en hvers vegna ekki, og því mun ég mæla af fullri hreinskilni. Ég þekki valdamann meðal Svía, sem útvegað gæti þér þá stöðu, sem þú girnist." „Hver er sá maður?" „Það er leyndarráðsritarinn frá Ulfeldt greifa.“ „Hvenær gæti ég fengið svar hans?“ „Undir eins!“ „Undir eins!“ endurtók Sveinn, „það hlýtur að vera þér sjálfur.“ „Og ef svo væri?“ ,,Já, ef svo væri,“ svaraði Sveinn og stökk um leið að ókunna manninum, þreif í brjóst honum annarri hendi, en dró upp skammbyssuna með hinni, þá eigið þér skilið, að ég sendi yður kúlu gegnum koll- inn. en eftir á að hyggja, þá eruð þér ekki verður þess, að heiðarlegur maður eyði skoti á yður.“ Að svo mæltu þeytti Sveinn manninum svo hastarlega frá sér, að hann gat ekki rönd við reist og steyptist á höfuðið til jarðar. Ætlaði hann þá að taka til máls, en Sveinn greip franr í fyrir honum: „Vesalings herra! Ég hálf kenni í brjósti um yður, að þér skylduð ekki varast snöru þá, sem ég lagði fyrir yður til að komast að raun um, hvað fyrir yður vekti. Og slíkan mýflugnamangara lraldið þér færan um það að fá mig til að svíkja þjóð nrína og föður- land! Og satt að segja þyrfti ég alls ekki á yðar hjálp að halda, þar sem sænski general- inn Gustav Steenbuk þegar í fyrra bauð mér lröfuðsmannsvirðingu og þjónustu hjá sér. — Nei, snúið heim aftur, herra gehejme- ritari! I nótt læt ég yður lrlaupa, heilan en þó halaklipptan, en vilji svo tii, að við hitt- umst í annað sinn, getið þér beðið guð fyr- ir vður. — Nú vitið þér, hvaða mann Sveinn Gjönge hefur að geyma.“ Síðan sneri Sveinn við honunr baki og gekk á brott; en maðurinn kallaði á eftir honum, svo að lrann nanr staðar. „Já, Sveinn Gúönge!“ mælti maðurinn. „Nú veit ég, lrver þú ert, en þú veizt ekki enn, hver ég er. Farðu nú með mig þang- að, sem þú hafðir ætlað að fela þig, svo að ég geti sagt þér niðurlag erindis míns. Til þessa hefur þú aðeins heyrt fvrri helming þess.“ „Hvað eigið þér nú við?“ spurði Sveinn forviða. „Ætlið þér nú að reyna á nýjan leik að snúa á mig? Ég hefði nú haldið, að 8

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.