Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Qupperneq 14

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Qupperneq 14
128 ENDURMINNINGAR KRISTJÁNS S. SIGURÐSSONAR N. Kv. stæðii' og bjaiga okkur sjálfir, án hjálpar annarra. Mátti hann aldrei sjá það, að tveir hjálpuðu hvor öðrum, t. d. við að þilja neð- an á lóftbita, setja upp loftsyllur eða því um líkt. Bæði einhver um hjálp við sfíkt, spurði hann ætíð: „Hvernig ætli þú færir að, ef þú værir einn að byggja hús úti í sveit, þar sem þú gætir enga hjálp fengið? Ætli það sé ekki betra fyrir Jrig að læra strax að bjarga þér sjálfur? Einstaka sinnum tók Snorri smiði til hjálpar, þegar mikið var að gera. En þá var ekki um marga smiði að ræða hér í bæn- um. Helzt var Jrað Frímann Jakobsson, sem vann hjá honum við og við. Hafði Frímann lært hjá Snorra, og var nú laus. Voru oft- ast 2—3 íbúðarhús í smíðum í einu, auk aðgerða og breytinga á gömlurn húsum. Fyrsta veturinn, sem ég var hjá Snorra, var hann béðinn að smíða brú á Hörgá hjá. Staðartungu. Sendi hann mig þá suður að Þverá í Staðarbyggð til að skoða brúna á Þveránni og draga upp rnynd af henni, því að hann vantaði eitthvað til að fara eftir. Varð ég að gera Jretta, þótt ekkert kynni ég í teikningu. Fór ég snemma dags fram eftir, gangandi í góðu veðri, en Jró var talsvert frost. Þar mældi ég hverja spýtu í brúnni og hverja járnspöng, gerði frí- handar-uppdrátt af brúnni og skrifaði við öll mál. Vann ég að þessu allan daginn, krókloppinn og kaldur. Með Jretta kom ég lieim um kvöldið. Fékk ég mér síðan nýja pappírsörk og settist við að teikna allt, eft- ir réttum hlutföllum. Sat ég við þetta fram á nótt, og afhenti síðan Snorra teikning- una morguninn eftir. Var Snorri vel ánægð- ur með teikninguna og hrósaði hann mér fyrir verkið, og var þó eigi vani hans að láta uppi við mig, hvort hann væri ánægð- ur með verk mín eða ekki. En ég var tölu- vert upp með mér af því að hafa verið trúað fyrir svo vandasömu verki, og fá síðan hrós íyrir, og þóttist ég nú vera orðinn maður með mönnum. Snorri reiknar síðan út, livað brúin muni kosta, og gerir síðan tilboð í að byggja hana fyrir 1100 krónur, fullgerða og málaða. Var tilboðinu tekið, og átti nú að byggja brúna næsta sumar. Nú varð það mitt hlutskipti að höggva saman brúargrindina. Átti að gera það heima, og mátti það ekki taka mjög langan tíma, því að efnið varð að flytja á sleðum, áður en snjóa leysti. Ég var Jrví Jregar lát- inn hefja brúarsmíðið. Ekki var rúm heima til Jressara smíða, og varð ég því að vinna að Jressu í malarkambinum fyrir neðan Gránufélagshúsin. Þetta var á þorranum, er ég byrjaði á verkinu. En svo illa tókst til með tíðarfarið á meðan ég vann að þessu, að flesta daga var norðan stórhríð með 16 stiga frosti. Var Snorri algerlega miskunnarlaus með að láta vinna úti, hvernig sem viðraði. Enda varð ég að vinna látlaust, þar til smíðinni var lokið. Aldrei fékk ég neina hjálp við Joetta, nerna þá eina, að stundum kom Snorri sjálfur, mældi eitthvað lítilsháttar og rissaði nokkur blý- antsstrik. Tók hann síðan að berja sér og sagði: „Andskotans kuldi er þetta!“ Hljóp hann síðan heim aftur. Að þessu vann ég hálfan mánuð á hverjum degi, myrkranna milli. Þetta var erfitt verk. Brúin var 24 álnir á milli stöpla, og öll úr 8x8“ trjám, og undirtré öll lásuð saman tvöföld. Á henni voru sperrur og kálfar, og ótal skrúf- boltar og járnstengur. Þetta var fyrsta verkið, sem ég vann eftir teikningu, þótt ófullkomin væri. En sök- um þess, að ég hafði gert hana sjálfur, lá þetta allt opið fyrir mér. Enda varð ég að halda vel áfram til að halda á mér hita. Strax og smíðinu var lokið, var farið að flytja brúarviðina vestur. Það gerðu bænd- ur úr Hörgárdal. Nú var tíð tekin að batna, en nógur var snjórinn, svo að fljótt gekk og vel með flutninginn. Þegar voraði, sendi Snorri rnenn vestur til að byggja stöpla undir brúna. Og í júní 1

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.