Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 19

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 19
N. Kv. Carit Etlar: Sveinn skytta. Helgi Valtýsson þýddi. XV. I ofnskotinu. I lerragarðurinn Iselingen lá um fjórðung mílu vegar frá Vordingborg, og var ráðs- maður þar lénsmaðurinn Tyge Höeg. Kvöldið eftir að Sveinn hafði veitt mót- töku peningum þeim, er presturinn liafði varðveitt, sat herra Tyge og tefldi damm við skrifara sinn. Þeir sátu í stórum sal, með dökka, leðurfóðraða veggi og hvelft loft, og litli lampinn á dammborðinu sendi aðeins daufa birtu út um salinn. í miðjum salnum stóð stórt og viðamikið eikarborð á fjórum hnöttóttum og klunna- legum fótum, og var breitt á það gamalt og götótt áklæði. Meðfram veggjunum stóðu háir armstólar í röðum, með bak og sæti fóðrað rósaleðri og neglt með látúns- bólunr. I skotinu við arininn sat lénsmaðurinn í svartröndóttri ullarpeysu, og það bállog- aði á arninum. Tyge Höeg var liðlega fimmtugur. Hann var tekinn að verða sköllóttur, en kviður hans og kinnar voru aftur á móti orðin furðulega umfangsmikil og hnöttótt. Tví- haka hans leyndi nærri hnútunum á háls- klút lrans, og ljósblá augun voru starandi og augnaráðið óskenrnrtilegt. „Heyrðu, skrifari!“ mælti hann eftir langa þögn. „Ef einhver skyldi spyrja, hver hann sé, þá getur hann svarað, að ég kalli hann þorpara. Eg auðsýni honunr þá náð og nrildi að tefla við lrann, og svo launar hann nrér nreð því að snuða nrig upp í opið geðið á mér. Og nú er hann búinrr að vinna af nrér þriðja ortið.“ „Haltu þér saman!“ sagði'lénsmaðurinn. >,Eg segi, að lrann sé falsspilari, og það er góð danska. Hvernig ætti hann að geta unnið af nrér öðruvísi?" Tyge veittist ekki tækifæri til að lralda lengra áfranr þessunr hugleiðingum sínum, því að í sönru svifunr konr þjónn hans inn og skýrði frá, að Espen Naas, hinn ríki kaupnraður í Vordingborg væri kominn og kona í fylgd nreð honunr, og biði nú hér fyrir utan og vildi hafa tal af lrúsbóndanum. „Æ, hvað er að tarna!“ nrælti Tyge for- viða. „Er hann þegar kominn? — Heyrðu, Toller! Farðu og spjallaðu við þau og reyndu að finna upp á einhverju til að tefja tímann, meðan ég er að búa mig ofurlítið. — Segðu þeinr, að ég sé önnunr kafinn, — segðu allt, senr þér getur dottið í hug, og flýttu þér nú.“ Þjónninn fór fram aftur. „Jæja, skrifari góður!“ hélt húsbóndinn áfram máli sínu, blíðmáll og vingjarnlegur. „Nú er unr að gera að komast í fötin í flug- Irasti. Sæktu nú stígvélin mín með löngu sporununr og greiðuna mína; hvar er greið- an mín? Hún er í bandinu fyrir aftan litla spegilinn. Láti hann mig nú sjá, að lrann taki til fótanna.“ Meðan lénsmaðurinn lét þannig dæluna ganga, setti lrann lanrpann yfir á stóra borð- ið í stofunni, færði sig í lyfrauðan floskyrtil, lrerti ögn á hálsklútnum, þótt hann þá yrði enn hárauðari í andliti en áður. Og nú kom skrifarinn nreð stígvélin og hárgreiðuna. „Færðu mig nú í þau,“ hvíslaði Tyge og stakk fram öðrunr fætinum. Hann hafði setzt fyrir franran litla spegilinn, með ljós- ið í annarri hendinni, en hárgreiðuna í lrinni og reyndi nú eltir nregni að skýla

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.