Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Síða 20

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Síða 20
134 SVEINN SKYTTA N. Kv. skallanum með því að gi'eiða hnakkahárið sem lengst fram á við. „Svona, líttu nú bara á!“ sagði liann hreykinn. „Nú getur hann farið og boðið kaupmanninum inn. Fæi'ðu okkur einnig flösku af franskvíni neðan úr kjallaranum, liérna er lykillinn, en hann má ekki stinga annarri á sig, eins og hann gerði síðast!“ „Það hef ég alclrei gert,“ mælti aumingja skrifarinn og stokkroðnaði við móðgunina. „Hvað ætli ég skeyti um það, þótt hann neiti þessu!“ hrópaði Tyge. „Flöskurnar voru nítján skönnnu áður en hann sótti ]}á síðustu handa mér, og daginn el'tir taldi ég þar aðeins seytján, skal ég segja honum! Hérna er lykillinn. Og svo út með hann og færðu okkur b'ka þrjú hrein glös hingað inn.“ Skrifarinn ætlaði að gera einhverja at- luigasemd, en lénsmaðurinn stappaði í gólf- ið og benti á dyrnar og settist síðan sjálfur fyrir framan eikarborðið mikla og tók að dreifa skjölum og blöðum út um það allt, svo að þeir, sem inn kærnu, hlytu að halda, að hann hefði verið þar önnum kafinn að vinnu sinni. Rétt á eftir gekk hinn umræddi kaup- maður inn í salinn. Hann var lítill maður vexti, fölur í andliti og boginn í baki, kænskulegur á svip, og bar mjög á sífelld- um og fjölbreytilegum svipbrigðum hans. Hann leiddi við hönd sér unga stúlku, grannvaxna og barnalega, í dökkri klæðis- kápu. Hún roðnaði af feimni og leit niður, er hún hneigði sig fyrir lénsmanninum. „Gerið þér svo vel, kæri Espen, fáið þér yður sæti!“ mælti Tyge og brosti lítillát- lega, um leið og hann vísaði kaupmannin- um til sætis við hlið sér. „Það er mér mikil ánægju að sjá, að hann veitir mér þá óvæntu gleði að hafa tekið með sér elsku dóttur sína.“ „()vænta!“ endurtók Espen hvumsa. „Skrifaði ekki náðugi herra lénsmaðurinn skýlaust í bréfi sínu, að ég skyldi taka með mér Elínu litlu og alls ekki koma án henn- ar.“ „Nú, jæja þá, kannske það!“ sagði léns- maðurinn, sem gramdist að kaupmaðurinn skyldi ekki átta sig og skilja hann betur. „Eg skrifaði þá þetta í því skyni, að herra- garðurinn hérna mundi vera hæfilegri stað- ur fyrir jungfrúna litlu lieldur en bærinn, þar sem nú úir og grúir af fjölda óstýri- látra og hrottalegra hermanna." Espen skellti upp yfir sig. „Æ, lierra vel- æruverðugi lénsmaður! Þér þurfið alls ekki að vera með neina vafninga. Við skulum heldur ganga beint að verki. Eg hefi þegar skýrt Elínu minni litlu frá, að ef til vill muni hún setjast liér að í höllinni fyrir fullt og allt og stjórna húsi náðugherrans, hafi ég annars gengið úr skugga um, að náðug- um herranum geðjist vel að samvistum við hana.“ „Nei, hafið þér sannarlega gert það!" mælti Tyge harðánægður og dró hálsklút sinn betur upp undir hökuna, sem af vilvilj- un hafði orðið öllu meira áberandi, en hann kærði sig urn. „Og hvað segir svo hin kleine Elín við þessu?“ spurði hann og brosti eins vinalega, og lionum var auðið. Mundi ekki litla stúlkan hafa gaman af að eiga lieima hérna í þessum fallegu og stóru stofum og eignast nýja kjóla úr silki og fín- asta hollenzku klæði, og láta heimilisfólkið mitt þjóna sér og hafa ekkert annað fyrir stafni en að sjá um mig í ellinni? Hvernig lízt henni á það?“ Unga stúlkan þagði og gat ekki stunið upp neinu orði í geðshræringu sinni. Hún áræddi nú í fyrsta sinn að líta upp og fram- an í nærri tannlaust greppitrýnið, og bláu augun hennar og svipurinn allur var gagn- tekinn af ótta ,ng bænþrunginni eftirvænt- ingu. / i „Elín!“ sagði faðirinn byrstur og hvessti á hana augun. „Getur hún ekki svarað herra lénsmanninum?“ Elín spennti grannar greiparnar á brjósti

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.