Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Side 22
136 SVEINN SKYTTA N. Kv. helflur telja mig ríkasta mann í Danmörku, ætti ég alla þá upphæð.“ í þessum svifum kom þjónn inn í salinn og skýrði frá, að komnir væru tveir ferða- menn, sem vildu hafa tal af lénsmanninum. „Hvaða menn eru það?“ spurði Tyge. „Það get ég ekki sagt yður,“ svaraði þjónninn, „þeir voru svo stuttir í spuna og vildu ekkert gefa sig á tal við okkur; þeir höfðu með sér lítinn sleða með tveimur öltunnum áþekkum þeim, sem vistasalarnir flytja með sér á milli herdeildanna." „Láttu mennina koma liingað inn,“ mælti lénsmaðurinn. Þjónninn fór út aftur, og að vörmu spori gengu tveir menn í salinn. Það voru þeir Sveinn Gjönga og Ib. Sveinn liafði brugðið kápuhettu sinni yfir höfuð sér, svo að lítið sást í andlit hans. Er hann gekk inn eftir gólfinu, heyrðist skrjáf og glamur, er benti til þess, að hann væri vopnaður. Ib stað- næmdist frammi við dyrnar og renndi hvössum augum um allan salinn og veitti öllu eftirtekt, er fyrir augu bar. „Herra lénsmaður!“ mælti Sveinn, er hann kom inn að borðinu og lyfti hettu sinni af liöfði sér. „Ég er kominn hingað á yðar fund til að leita aðstoðar yðar.“ „Aðstoðar minnar?“ rnælti Tyge forviða. „Svo er mál með vexti, að ég og félagi minn höfum verið sendir með tvö kvartil af dýrmætu víni til yfirhershöfðingja Svía hinum megin Presteyjar, en vegir eru slæm- ir, og vínið þungt, og nú þurfum við á hesti að lialda að beita fyrir sleða okkar, og hann verðið þér að lána okkur.“ „Lofið mér að sjá bréf það, sem þér eigið að færa hershöfðingjanum,“ mælti Tyge og rétt fram höndina. „Ég hefi ekkert bréf meðferðis," svaraði Sveinn. „Sá, er sendi mig, treysti mér fylli- lega. Og það verðið þér líka að gera.“ „Mætti ég spyrja, hvaðan vín þetta er sent?“ spurði Espen lymskulega. Sveinn sneri sér við og virti kaupmann- inn fyrir sér og mælti: „Mætti ég spyrja, hvaðan er þessi mað- ur?“ „Hann er einnig sendur úr boi'ginni í leynilegum erindum," mælti Tyge. „Sé svo, vil ég ráðleggja honum að fara að mínum ráðum. Ég treysti aldrei ókunn- ugum að óreyndu. Þér eruð sennilega einn- ig kominn liingað til að leita aðstoðar lierra lénsmannsins? Þér sjáið af þessu, heiTa Tyge, hve þér eruð víðkunnur. Til yðar leita allir, sem, sem fara í erindum Svía og og þurfa einhvers með á Ieiðinni.“ „Við hvað eigið þér með því?“ spurði Tyge, sem varð illa við, er Sveinn skírskot- aði til trausts þess og vináttu, er hann naut hjá óvinunum. „Aðeins að tíminn líður óðum, og að þér verðið að lána mér hest fyrir sleða minn, því að þess liefi ég brýna þörf.“ „En hamingjan góða, ég liefi engan hest, sem ég rná missa,“ mælti Tyge og yppti öxlum. „Tvo varð ég að láta herinn fá, er þeir óku hinum miklu fallbyssum áleiðis til Kaupinhafnar, tvo fékk hans hátign Gústaf konungur tii eigin afnota, þareð bæði hestur hans og vagn fóru niður um ísinn á leiðinni yfir beltin. Nú hefi ég að- eins eftir gamla folaldsmeri, sem er til einskis nýt.“ „Hún er nógu góð handa mér, og hana ætla ég þá að lána með yðar leyfi.“ „Nei, svei mér þá, það fáið þér ekki.“ „Þá lána ég liana án yðar leyfis.“ „Jæja þá!“ hrópaði Tyge og hló háðslega. „Þú talar svo borginmannlega, eins og þig gruni alls ekki, að ég hafi mína menn hér við höndina og get látið þá fleygja þér út umsvifalaust." „Ef þér gerðuð það, kæmi ég fljótlega til minna manna, sem bíða mín fyrir utan hliðið,“ mælti Sveinn rólega. Ib stóð enn frannni við dyrnar. Hann

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.