Nýjar kvöldvökur - 01.10.1951, Page 23
N. Kv.
SVEINN SKYTTA
137
ræskti sig nú hressilega og lét glamra í
sverði sínu, en það var venjulega vottur
þess, að nú varð tekið að liitna í honum.
Kaupmaðurinn sat skuggamegin við eik-
arhorðið og krotaði með penna; nú dvfði
liann honum í blekið og skrifaði tvö orð
á miða og ýtti honum til Tyge. Lénsmáður-
inn leit á miðann og varð forviða, er hann
ias orðin tvö: „Látið undan!“ Hann áræddi
ekki að líta á Espen, en þar eð hann var
vanur að fara að góðum ráðum lians, breytti
hann skyndilega um tón og rnælti:
„Hamingjan góða! Rjúkið þér nú ekki
upp út af engu, maður minn. Eg sagði
þetta aðeins í spaugi!"
„Æ, herra lénsmaður!" sagði Sveinn
Gjönge, „þér rnegið heldur ekki ætla, að
mér hafi verið alvara með það, er ég sagði.
Hvernig ætti mér að detta í huar að taka hest
yðar með valdi, þar sem mér var kunnugt
fyrir fram, að þér munduð fúslega lána mér
hann.“
Tyge leit til kaupmannsins og virtist vera
að hugsa sig um, hverju hann ætti að svara.
Kaupmaðurinn tók þá til orða:
„Já, þér lítið til mín, náðugi herra léns-
maður! Nærvera mín hér er sennilega yður
og þessum góðu mönnum til óþæginda. En
ef þeir vildu fara sem snöggvast ofan í borg-
arstofuna, meðan þér ljúkið máli yðar við
mig, mun ég þegar halda á brott, og getið
þið síðan talazt við í næði.“
„Stendur lengi á þessu?“ spurði Sveinn.
„]a, nei-nei,“ mælti Tyge. „Fáið ykkur
að borða og drekka niðri, og komið síðan
hingað aftur, er þið hafið borðað.“
Þrátt fyrir skarpa athygli Sveins, hafði
bragð kaupmannsins farið fram lijá honum,
og hann áttaði sig því heldur ekki á þess-
ari snöggu breytingu í viðmóti. Hann tók
samt boði lénsmannsins og gekk til dyr-
anna. Ib ræskti sig og glamraði ægilega með
sverði sínu, er þeir gengu á brott. Óðar er
þeir voru komnir frarn fyrir, þreif Ib í
handlegginn á Sveini og lagði eyra upp að
hurðinni og hleraði; en hljóðskraf þeirra
Tyga og kaupmannsins varð aftur dauft sök-
um fjarlægðarinnar.
„Sem ég er lifandi maður,“ hvíslaði Ib,
„þeir ætla að beita okkur einhverjum
brögðum. F.g sá svo sem kænskuglottið á
kaupmannsskrípinu, er þti snerif baki við
horium. En við sktilum nú komast að því,
hvað þeir liafa á hak við eyrað.“
Að svo mæJtu leysti liann sverðbelti sitt
og rétti Sveini.
„Hvert ætlarðu að fara?“
„Aftur inn í stofuna. Ég lét sem ég lok-
aði liurðinni á eftir niér, er við fórurn, en
Jiún stendur í liálfa gátt. Bíddu mín fyrir
utan! Þeir liafa vafalaust einltverja klæki í
huga.“
Og þannig hóf kaupmaðurinn einnig
máls, er Sveinn var farinn burt.
„Þeir búa eflaust yfir éinliverjum klækj-
um, þorpararnir þeir arna.“
„Haldið þér það?“ sagði Tyge forviða.
„Já! Og hver haldið þér það ltafi verið,
sem þér áttuð tal við?“
„Mér virtist liann annars fremur ískyggi-
legur,“ mælti Tyge varkár, til þess að varpa
ekki fram neinum getgátum.
„Það var svei mér enginn annar en
Sveinn Gjönge.“
„Sveinn Gjönge!“ endurtók lénsmaður-
inn og hrökk við.
í sama vetfangi opnaði Ib hurðina og
smeygði sér á bak við stóra hægindastólinn
í ofnskotinu, sem Tyge var nýstaðinn upp
úr.
„Sveinn Gjönge með fimmtíu þúsundin?“
„Hvort sem hann var með þau eða ekki,
þá var þetta svei mér hann og enginn ann-
ar. Mig skyldi svo sem ekki furða, þótt það
reyndist eitthvað annað en franskvín í
kvartilinum tveim, sem hann minntist á.“
„Þér segið nokkuð. Þeir hafa falið pen-
ingana í kvartilunum og ætla nú að laum-
ast gegnum Svía-herinn á þennan hátt.“
„Já, nú erum við nærri komnir að efn-
18