Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Page 21

Nýjar kvöldvökur - 01.01.1955, Page 21
N.Kv. SJÓNARVOTTUR 13 er á stjái fyrir framan, sem gæti hafa heyrt til okkar. Farðu gætilega.“ Hún læddist hljóðlega að dyrunum, opn- aði hurðina í hálfa gátt og gægðist fram fyrir. Hún opnaði hurðina betur, svo að hún gat stungið höfðinu út um dyrnar. Hún skimaði til beggja hliða, en lokaði síðan hurðinni og kom til mannsins aftur." „Ekki nokkur hræða,“ mælti hún. „Gott. Gættu þá að glugganum, en þú mátt ekki vinda gluggatjaldið upp, aðeins ýta því íil hliðar.“ Konan gekk út að glugganum, þar sem Buddy lá í leyni og starði inn í herbergið. Honum virtist konan stækka og stækka eftir því sem hún nálgaðist meir. Höfuð hennar hækkaði stöðugt, unz það hvarf honum sjónum. Að síðustu skyggði hún á allt í herberginu. Buddy gat ekki hrært legg né lið, svo magnþrota var hann. Það var eins og allur líkami hans hefði visnað og skroppið saman. Rifan undir gluggatjaldinu hlaut að vera mjög lítil úr því hún tók ekki eftir henni, En að því hlaut þó að koma, að hún veitti henni athygli. Þetta var aðeins gálgafrest- ur, hugsaði Buddy. Hann velti sér á bakið. Það var aðeins hálf velta, því að hann hafði legið á hlið- inni allan tímann. Enda hafði hann ekki mikinn tíma til athafna. Hún hlaut að koma auga á hann á hverri stundu. Gamalt ullar- teppi hafði verið hengt til viðrunar á pall- gi'indurnar. Buddy seildist í eitt horn þess °g gat látið það falla ofan á sig. Vonandi hyldi það hann allan, en hann gat ekki vaf- ið því um sig. Til þess var hvorki tími né tækifæri. Hann varð að láta sér nægja, að þi’ýsta sér af öllum mætti upp að veggnum °g gera sig svo fyrirferðarlítiinn og unt var. Hann bað guð þess í hljóði, að ekkert sér sæist út undan teppinu. Andartaki síðar þóttist hann geta greint, að ljósgeisli félli á hann. Konan hlaut að hafa dregið tjaldið til hliðar. Hún stóð fyrir innan gluggann og starði út á pallinn, þar sem hann lá. „Það liggur eitthvað hvítt undir glugg- anum,“ heyrði Buddy, að hún sagði. Hann stirnaði upp af skelfingu. „Nú veit ég hvað það er,“ sagði hún, eins og léttari í bragði. „Það er bara ullar- teppið, sem ég hengdi út í gær. Það hlýtur að hafa dottið niður. Mér sýndist fyrst ein- hver liggja þarna.“ „Stattu ekki þarna eins og þvara í alla nótt,“ urraði félagi hennar. Ljósgeislinn hvarf. Buddy vissi þá, að hún hafði sleppt gluggatjaldinu. II. Hann var enn of hræddur til að geta hreyft sig. Hann lá kyrr andartak, en svo ýtti hann teppinu varlega frá andlitinu og snéri sér aftur að glugganum. Nú var ljósageislinn horfinn. Hún hlaut að hafa dregið tjaldið alveg fyrir, áður en hún yfirgaf gluggann. Hann gat ekki séð þau lengur, en hann heyrði til þeirra. En hann langaði ekki til þess. Hann langaði aðeins til að komast burtu, klifra niður stigann og inn til foreldra sinna. En hann vissi, að úr því að hann gat heyrt til þeirra, þá mundu þau einnig heyra íil hans. Hann varð að gæta sín vel, fara hægt að öllu. Brunastiginn var gamall og hrörlegur. Það gat marrað í honum. Hann byrjaði að teygja úr fótunum, svo að þeir kæmust nær stiganum. Þegar honum hafði tekist að rétta alveg úr þeim, byrjaði hann að mjaka sér hægt og hægt aftur á bak. Hann reyndi að lyfta höfði og höndum eins lítið og hann gat. Þessar hreyfingar líktust því mest, að

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.