Vetrarbrautin - 01.01.1907, Side 10

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Side 10
Hólmgangan. (Cavallerla rustlcana.) Eptir Giovanni Verga. Turiddu, sonur Macca Nunzia, var nýkominn heim úr heiþjónustunni. Hann var á götunum á hverjum degi, hnakkakertur mjög í einkennisbúniugnum sínum með rauðu húfuna, — hann þekktist varla frá flökkm spámanni, nema á því einu, að hann vantaði búrið með kanarífuglunum. Og stúlkurnar skotruðu til hans dókku augunum þegar þær gengu til tíða og huldu andlitið siðlátar í sjalklútnum, og æskulýðurinn á göt> unni þyrptist að honum eins og mývargur. Hann átti fallega reykjarpípu, — hausinn á henni sýndi kónginn ríðandi, — og þegar hann strauk eldspýtunum niður eptir buxnaskálminni, sparkaði hann fsetinum út und> an sjer ains og hann væri að reka einhvern á dyr. En þetta var samt állt unnið fyrir gíg. Lola dóttir meistara Angélo, kom hvorki til tíða nje á dans> leika, — hún var heitbundin flutningsmanni frá Li- codia, miklum manni, sem átti 4 múlasna í húsi. Það var svo sem ekki að sökum að spyrja í fyrstu þegar Turiddu komst á snoðir um það. Guð einn veit, hvaða óskuuda hann ætlaði sjer að gera Licodíu' manninum; hann sagði sjer þætti gaman að skoða í honum garnirnar, — það mætti nú ekki minna vera! En hann hjelt sjer þó í skefjum og ljet sjer nægja að

x

Vetrarbrautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.