Vetrarbrautin - 01.01.1907, Side 23

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Side 23
Endar skeiðstundm við skógarlnndinn; á slóðir tröllkvenna vildi tröllsæng renna. Skessur góm banda og með gullegg standa; hlymja fjöllin við hlátra sköllin: „Egg — skal — senda! — Svo skalt þtí henda að keltu minni," Hún kastar að hinni. „Gætið ykkar, tröllin" — glymja fjöllin — „Oddur á spjóti felst við eik á móti.“ Hildingsson í leyni, hittir með fleini; fjöregg er brostið og fjörið lostið. Hljóðnaði hlátur hlymur fjallsgrátur. Er andvarpa tröllÍH. ymur berghöllin. Heim að helli, burt frá helvelli fer Signý og Hlini; -— þrátt sjá þau vini, Pjársjóði meður flytur þá beður hinn göldrum borni, heim að garðshorni. Hló karl inni með kerlingu sinni: „Hefir heimt dóttir, Hlina og auðs gnóttir." Svo trtíi’ eg hún víki heim í siklingsríki, og heilsar Hringi holl mæringi: „Hjet ekki sjóli hálfum kongsstóli þeim son hans fyndi, föður síus yndi?“ „Senn skal jeg færa þjer soninn ástkæra. Hreif jeg hann úr raunum — sn heit þú Jaunuin!" Efaðist Hringur, aldinn siklingut; en ljet þar við lenda og loforð kvaðst enda. Og senn kom svanni með siklingsmanni; þá brosti sjóli á buðlungsstóli,]

x

Vetrarbrautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.