Vetrarbrautin - 01.01.1907, Qupperneq 28
26
„Lífi mínu?“
„Já, lífi yðar, Don Manoel! í dag hef jeg einmitt
gjört húsrannsókn hjá Don Rodrigi Soldansza. Kannist
þjer við hann ? “
Auðmaðurínn varð náfölur. Soldansza var einka'
vinur hans og hafði hann lengi átt bi jefaskifti við hann,
sem eins og nú s tóð á voru allhættuleg Don Pedro.
„Þar fann jeg ýms skjöl eínkennilegs efnis,“ hjelt
Don Alvarez áfram, „sem að vísu eiu enn eigi öðrum
kunn enmjer/
„Og Soldanza?" mælti Don Pedro.
„Hann er dauður! Hann sýndi mótþróa, svo vjer
sáum oss eigi annan kost vænni en að skjóta hann,
samkvæmt boðum ntjórnarinnar."
„Og skjölin, sem þjer minntust á?“
„Þau eru hjerna!"
Höfuðsmaðurinn dró stóran brjefastranga upp úr
vasa sínum. Don Pedro rak ósjálfrátt upp angistaróp.
„Þessi brjef lýsa svikráðum gegn vorri hágöfugu
stjórn. íar er meðal annars lofað að útvega upp-
reistarmönnunum hesta, vagna, vopn o. fl. Sá, sem
brjefin hefur ritað, heitir Don Manoel Pedro, alveg eins
og þjer! Þjer eruð ef til vill svo glöggskygn, að þekkja
höndina á þeim!“ Höfuðsmaðurinn hjelt nú skjali
einu upp að augunum á Don Pedro.
„Paí er úti um mig!“ stundi Don Manoel Pedro.
„Hvers vegna? Jeg hef þegar tekið það fram,
að það er á yðar valdi sjálfs að sleppa úr þessum
ógeðfelldu kröggum. Einungis jeg einn þekki þessi skjöl.
Hvað bjóðið þjer mjer til þess að brenna þau?“
— „Helminginu af öllum eigum mínum!"