Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 34

Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 34
82 var svertingi, þrekvaxinn sem Þór pjálfur. — Hann fœrði föngunum mat og vatn. Þessi '.svertingi var ekki sft, sem vanur var aö fylgja fangaverðinum. — það var einhver kolsvartur karl, sem ekki hafði sjezt þar áður. — Pessi umskipti á þjónunum virtust engin áhrif hafa á bræðurna, en nokkuð öðru máli var að gegna um gimsteina'smygilinn. fetta virtist koma mjög flatt upp á haun, og hann hafði ekki augun af svertingjanum, sem stóð að baki fangavarðarins og gaf smyglinum bendingu þaðan. Þegar fangavörðurinn sneri sjer við, vatt hann sjer var* lega að gimsteinasmyglinum og hvíslaði í eyra honum: „í nótt, kl. 12. — Vertu vakanii!“ Jafnskjótt sem fangarnir voru aptur orðnir einir, hlustaði smygillinn eitt augnablik og mælti: „Veriö rólegir! — Við deyjum þó ekki í þetta sinn, vinir mínir! Um iniðnæturskeið erum við ,frjálsir og heilir á húfi.“ „Nú er þig að dreyma," sagði Tömas íorviða. „Já, frelsi, frelsi! Þótt ekki væri nema einn ein> asta dag til þess að leggja Don Alvarez að velli!“ sagði Antonio. — „Veslings Mercedes!" „Trúið mjer!" sagði smygillinn, — „við munum sleppa! Tókuð þið eptir svertingjanum sem var með f angaverðinum. “ „Já,“ sagði Tómas, „það «r ekki sá sami sem verið hefur.“ „Nei, það er anDar. Jeg þekki hann vel, — hann heitir Sambi og er góður vinur minn, því hann er gimsteinasmygill eins og jeg og við höfum oft komiat saman í hann krappan bæði í Rio de Janeiro og Pernain- buco Bahía og víðar. Hann var einnig milligöngumaður

x

Vetrarbrautin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vetrarbrautin
https://timarit.is/publication/522

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.