Vetrarbrautin - 01.01.1907, Blaðsíða 35
33’
milli mín og námumannanna. Einu sinní biargaði jeg
honum úr lífsháska og nú gjörir hann mjer aptur sama
greiðann. — Jeg sje það vel, að fcil þess eins hefur hann
orðið þjónn Pintos, að bjarga lífi mínu, hvernig sem
honum hefur tekist að koma. fyrirrennara sínum úr
vegi. Um miðnætti, hvíslaði hann að mjer, skaltu vera
vakandi. Sambi hefir þvi í hyggju að koma mjer undan
á flótta."
„Við óskum þjer til hamingju!“ sagði Antonio,
„En myndi þessi hjálp einnig ná til samfanga þinna?“
„Já, auðvitað! Ef jeg fer, vona jeg að þið fylgið
mjer, elsku bræður! — "Við verðum að hjálpa hver
öðrum, ætt.jarðarvinirnir!“
— Allir fangarnir biðu miðnættisins með óþreyju.
Þá glamraði í hlekkjunum og lokunum, hurðin
opnaðist og svertinginn kom inn með skriðljós í hendi.
„Ertu vakandi, Don öomez? — Við bíðum þín.
— Hjer ei ekkert að óttast. Hjerna er laghnífur og
skammbyssa, Don Gomez, fylgdu mjer, —komdu nú!“
„Og fólagar mínir?“
„Jæja þá, bi'æður, — komið þið líka, en fljótt,
fljótt! og farið þið nú hljóðlega!“
Svertinginn leiddi þrjá flóttameunina út úr klefan-
um og læsti honum á eptir sjer. Hann fór með þá út
í ganginn.
Þar hjekk eirlampi mikill og láu þar tveir hermenn
á verði steinsofandi.
„fessir piltar vakna ekki í bráðina, — jeg hef
gefið þeim að drekka!“ sagði Sambi.
Siðan gengu þeir inn í herbergi Pintos, — þar sat
hann í legustól, bundinn á höndum og fót.um og kefli
rekið í kjapt honum.
8