Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 51
Dalkveðja.
Eptir Ouðm. Ouömundssou.
Himinfriður, heilög r6
hvílir yfir dalnum mínum,
þar sem Hulda hörpu sló
hljóð, er fyrsta von mín dó; —
litia drengnum frið og fró
færði hún í tónum sínum,
þegar sól í heiði hló.
* *
♦
Einhversstaðar úti þar,
ungur týndi’ eg perlum skærum. —
Ofurlitlir ljúflingar
Ijeku sjer um grundirnar
og með barnsins tárum tærum
vættu rósavarirnar.
Ejett við litla lækinn minn
lá jeg þar í miðjum hlíðum,
og við niðaróðinn sinn
unaðslega sorgblandinn
svæfði’ hann mig, — í blundi blíðu
blærinn ljek um vota kinn,
En er svanasöngurinn
sveif með þýðum klið um dalinn.
við þann sæia samhljóminn
settist jeg upp hálfvakinn, —
vængjablik við bláan salinn
blasti gegnum svefnrofin.