Vetrarbrautin - 01.01.1907, Page 60
Þjóðsagnir.
Steinþór og tröllkonan.
(Eptir sögmim úr Jökulfjörðtim i 894.)
Fyrir löngum tíma «íðan var sá prestur á Stað í
Grunnavik, sem Halldór hjet. Hann var auðugur af
fje og ljet því byggja sauðahús á eyri einni í Lónafirði,
er Sauðhúseyri heitir. Hafði hann þar margt sauða á
veti’um og ljet einn mann gæta þeirra. En svo kyn-
lega bar við, að sauðamaður hvarf á hverjum jólum.
Yarð presti því illa til um sauðamann til fjárgeymsl-
unnar á Sauðhúseyri.
Maður er nefndui Steinþór og var hann kallaður
dýra-Steinþór. Honum var það nafn gefið sökum þess,
að hann hafði drepið mörg bjarndýr; var hann því alb
frægur um Strandir. Steinþór ferðaðist um manna á
millum á vetrum og gekk jafnan við atgeirsstaf mikinn.
Hann var hraustmennni mikið og áræðinn; lá hann
tíðum úti á nóttum.
Sjera Halldór leitar nú til Steinþórs og falar hann
í vetrarvist til sauðageymslu á Sauðhúseyri. Er Stein-
þór lengi tregur til, en loks semst svo með þeim, að
hann tekur við fjárgæzlunni og líkar all-vel við þann
starfa; líður svo fram til jóla að ekkert ber til tíðinda.
Á aðfangadagskvöld jóla hýsir Steinþór fjeð eiiis
og hann cr vanur. Að því loknu leggst hann til hvíld-
ar í skála þeim, er hann var vanur að sofa i. Er hann
nú var um sig og sofnar eigi. J.íður svo fram að