Vetrarbrautin - 01.01.1907, Síða 62
60
manna á vetrum, þangaS til bjarndýr varS honum aS
bana milli Hælavíkur og Rekavíkur. Hitti hann bjarn>
dýriS þar á fjallvegi í skarSi einu, og stóS bessi uppi
í skarSinu en Steinþór fyrir neSaD hann undir brattri
brekku. Þegar bjarndýriS sá manninn, rann þaS niSur
brekkuna, en Steinþór stillti svo til, aS oddur atgeirs-
ins miSaSi á brjóst dýrsins en skaptiS ljet hann stySj-
ast viS bringspalir sínar. BjarndýriS rann á atgeirinn
meS svo miklu afli, aS hann gekk á hol svo oddurinn
stóS í hjarta þess, en bringspalirnar á Steinþóri gengu
inn undan skaptinu, svo hann beiS bana af. í’et.ta
var 19. bjarndýriS, sem Steinþór drap meS atgeirsstaf
sínum.
Um 1870 var enn til á Ströndum mynd af Steim
þóri þessum og voru teiknuS á myndina hjá honum 19
bjarndýr, tröllkonuhönd og atge'rsstafurinn.
Prjedikunarstóll sá, sem enn í dag er í Grunna-
víkurkirkju á að vera gjöf frá síra Halldóri og er mynd
hans á stólshurSmni. Prjedikunarstóll þessi er hin
mesta gersimi og hlýtur því aS hafa kostaS mikið fje
á þeim tímum.
(Handr. K P. G.)
Sjóskrýmslið.
Stefán Ágúst hjet maður sonur Jóhanns Halidórs-
sonar refaskyttu í Látravík á Ströndum. Stefán var
allgóð skytta og skaut marga refi. Hann var þvi vanur
að liggja úti um nætur á vetrum.
Einhverju sinni síðla á hausti var Stefán staddur
a Bjarnarnesi, sem er næsti bær við Látravík, bjó þar