Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 17

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 17
Fylgirit Tcmplars 1923 15 bannið var komið á og hafði verið reynt um eitt eða fleiri ár, óx banninu ætíð fylgi. Menn" sáu að bannið var mjög mikið betra en leyfð vinsala. Árið 1917 var frumvarpið um bannlög fyrir öll Bandaríkin lagt fyrir Sambandsþingið. Hinn 17. des. stóð hin mikla orusta í neðri málstofunni. Við atkvæða-greiðsluna féllu at- kvæðin eins og hér segir: Með banni — 282 atkv. Móti banni — 128 atkv. Hinn 18. des. 1917 tók efri málstofan mál- ið fyrir. Bannlögin voru samþykt þar með öllum atkvæðum gegn átta. Hið næsta var að leita samþykkis hinna ýmsu fylkja. Grundvallalagabreyting verður, til þess að öðlast gildi, eftir að hafa verið sam- þyktmeð minst 2/s atkvæða í Sambandsþing- inu, lika að hafa samþykki minsf 36 af hin- um 48 fylkisþingum. Á rúmu ári var það samþykki fengið. Hin 16. jan. 1919 höfðu meir en 36 fylkisþing samþykt bannlögin, sem þvi öðluðust gildi ári síðar, hinn 16. jan. 1920. Samþykki fylkjanna var svo stórkostlegt, að 46 af hinum 48 fylkjum samþyktu bannlögin.

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.