Templar - 20.08.1923, Side 36

Templar - 20.08.1923, Side 36
34 Fylgirit Tcmplars 1925 hvaða sjúkdómi reseptið hafi verið gefið, og það varðar jafnvel embættismissi ef læknar brjóta lög í þessu efni. Yfir höfuð má segja, að læknar yfirleitt hlýðnist lögunum. Hin bezta sönnun þess er það, að bannféndur Ameríku láta það mál kyrt liggja; gætu þeir notað afstöðu læknanna til að ófrægja bann- lögin, mundu þeir hiklaust gera það. Niðnrstaðan, sem eg kemst að, eftir ýtarlega og nákvæma rannsókn sem gerð hefir verið á bannástand- inu í U. S. A., verður sú, að bannið hefir þegar verið til óumræðilega mikils gagns, að framkvæmd bannsins í sumum fylkjum er enn ábótavant, en að alstaðar hefir það reynst betra að hafa bann en lögleyfða vínsölu. Eg geri því orð prófessors Torsteins Thun- bergs að mínum, er hann, eftir að hafa verið sendur til Bandaríkja af stjórn Svíaríkis til þess að kynna sér bannið og afleiðingar þess, kemst þannig að orði: »Bannið stendur stöðugt, af þeirri ástæðu, að það hefir sýnt sig að vera til mikils gagns, bæði socialt og í fjárhagslegu tilliticc. »IJað verður að skoða sem ómótmælanlegt, að bannið hefir ákaflega mikið minkað mögu- leikana að ná í áfengi og þar með líka nautn þess«.

x

Templar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Templar
https://timarit.is/publication/532

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.