Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 12

Templar - 20.08.1923, Blaðsíða 12
10 Fylgirit Tcmplnrs 1923 Bindindisfélögin, sem hófu hið mikilvæga starf sitt i Ameriku árið 1808, gerðu sitt ýtr- asta til þess að bjarga þeim mörgu, sem eit- urstraumarnir spiltu. En sárt var það að sjá, að meðan verið var að bjarga einum manni frá drykkjuskaparbölinu, komu margir aðrir nýir í hans stað að krönunum. Þá er leið á fyrri hluta 19. aldar, skildu bindindisvinir það, að það sem varð að gera, ef ráða skyldi bót á þessu heljarböli, var það * að loka krönanum! Með öðrum orðum: Bann varð að lögleiða gegn tilbúningi, aðflutningi og sölu áfengra drykkja. En hver átti að gera það stórverk? Bindindisvinir voru að eins lítill hópur, en vald vínsalanna ógurlegt. Um nokkurt áraskeið hugsuðu bannmenn, að það, að stofna sérstakan pólitiskan bann- flokk, væri örugt ráð til sigurs. Sumir helztu menn meðal bindindis- og bannvina beittust fyrir því, og haustið 1869 var í Chicago stofn- aður bannmannaflokkur. Flokkur þessi hét á ensku

x

Templar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Templar
https://timarit.is/publication/532

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.